Lífið

Komin í sambandsráðgjöf

Í vanda Halle Berry og Olivier Martinez hafa ákveðið að fara í sambandsráðgjöf vegna mikils álags sem fylgir forræðisdeilu Berry við barnsföður sinn. 
nordicphotos/getty
Í vanda Halle Berry og Olivier Martinez hafa ákveðið að fara í sambandsráðgjöf vegna mikils álags sem fylgir forræðisdeilu Berry við barnsföður sinn. nordicphotos/getty
Samband Halle Berry og Olivier Martinez er í vanda ef marka má nýjar heimildir. Forræðisdeila Berry og barnsföður hennar, fyrirsætunnar Gabriel Aubry, hefur tekið sinn toll af sambandi hennar og Martinez og því hafa þau ákveðið að sækja sér aðstoð.

„Dramatíkin í kringum forræðisdeiluna hefur ekki hjálpað sambandinu og þau eru komin í sambandsráðgjöf," var haft eftir heimildarmanni. Parið mætti saman í Women In Film veislu sem haldin var í tengslum við Óskarsverðlaunaafhendinguna og að sögn sjónarvotta töluðust þau ekki við allt kvöldið. „Hann sat fjarri Halle og þau ræddust hvorki við né horfðu á hvort annað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.