Lífið

Bradley Cooper í stað Marks Wahlberg

Bradley Cooper.
Bradley Cooper.
Leikarinn Bradley Cooper er í viðræðum um að hlaupa í skarðið fyrir Mark Wahlberg sem aðalleikari gamanmyndarinnar The Silver Linings Playbook. Hún er byggð á samnefndri skáldsögu Matthews Quick.

Wahlberg þurfti að draga sig út úr myndinni vegna anna og því var ákveðið að hefja viðræður við Cooper, sem er með fleiri verkefni í bígerð.

Tökur standa yfir þessa dagana á The Place Beyond the Pines þar sem hann leikur á móti Ryan Gosling og Evu Mendes. Hann fer einnig með hlutverk Lúsífers í Paradise Lost sem er byggð á epísku ljóði Johns Milton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.