Lífið

Fátt kom á óvart í Emmy-tilnefningum

Jon Hamm sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Mad Men er tilnefndur til Emmy verðlaunna í ár.
Jon Hamm sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Mad Men er tilnefndur til Emmy verðlaunna í ár. Nordicphotos/Getty
Alec Baldwin er tilnefndur sem besti gamanleikarinn fyrir hlutverk sitt í 30 Rock.
Emmy-tilnefningarnar árið 2011 voru gerðar opinberar fyrir skömmu og var fátt sem kom á óvart í þeim efnum. Sjónvarpsþættirnir Boardwalk Empire, Dexter, Friday Night Lights, Game of Thrones, Good Wife og Mad Men keppa um verðlaunin sem besti sjónvarpsþátturinn á meðan Big Bang Theory, Glee, Modern Family, The Office, Parks and Recreation og 30 Rock voru tilnefndir sem bestu gamanþættirnir.

Á meðal þeirra leikara sem tilnefndir voru sem bestu dramatísku leikararnir voru Steve Buscemi, Michael C. Hall, John Hamm og Hugh Laurie en íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að þekkja þá flesta. Bestu dramatísku leikkonurnar voru meðal annars Mariska Harigtay, Julianna Margulies og Elisabeth Moss.

Elisabeth Moss sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Mad Men.
Í hópi bestu gamanleikaranna voru Alec Baldwin, Steve Carrell, Johnny Galecki og Jim Parsons, en þeir tveir síðastnefndu leika í The Big Bang Theory. Meðal bestu gamanleikkvenna voru Edie Falco, Tina Fey og Laurie Linney.

Edie Falco hefur tvisvar áður hlotið Emmy-verðlaun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.