Innlent

Aldrei mælst eiturefni í fóðri frá Líflandi

Fóðri er dælt beint frá skipi í geymslur og kemst lítt í snertingu við útblástur. fréttablaðið/gva
Fóðri er dælt beint frá skipi í geymslur og kemst lítt í snertingu við útblástur. fréttablaðið/gva fréttablaðið/gva
Matvælastofnun (MAST) segir að „seint verði unnt að segja“ það æskilegt að fóðurframleiðsla sé innan þynningarsvæðis mengandi starfsemi, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfsemi Líflands á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga.

Hins vegar segir í svarinu að niðurstöður úr mælingum sem gerðar hafa verið á óæskilegum efnum í fóðri hjá fyrirtækinu á Grundartanga hafi ekki gefið neina vísbendingu um að fóðrið hafi mengast á staðnum.

Fréttablaðið greindi frá því nýlega að Umhverfisvaktin í Hvalfirði (UH) gerði alvarlegar athugasemdir við rekstur Líflands í ályktun fyrsta aðalfundar félagsins. UH sendi Matvælastofnun erindi vegna málsins og er það til umfjöllunar hjá stofnuninni.

Matvælastofnun annast eftirlit með fóðri en Umhverfisstofnun sér um mengunarvarnaeftirlit. Matvælastofnun hefur meðal annars tekið sýni af fóðri hjá Líflandi og mælt í því flúor, dioxín, kadmíum, sveppaeitur og salmonellu. Niðurstöður úr öllum sýnunum voru í lagi.

Í svari MAST kemur fram að stofnunin muni áfram fylgjast með framleiðslunni hvað þetta varðar og hefur jafnframt bent fyrirtækinu á að það þurfi að vakta það að fóðrið mengist ekki.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×