Valdatafl í Kandílandi 5. janúar 2011 12:00 Verkið verður sýnt fjórum sinnum næstu daga en sýningum lýkur á laugardag. Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan frumsýndi á dögunum dansverkið Kandíland, sem byggir á konungaverkum Williams Shakespeare. Verkið er annar hlutinn í þríleik sem byggir á verkum Shakespeares; sá fyrsti var sóttur í harmleikina en sá síðasti verður byggður á gamanleikjunum. Arna Ýr Sævarsdóttir, framleiðandi sýningarinnar, segir sýninguna fyrst og fremst byggjast á innblæstri úr verkunum. „Við reyndum ekki að búa til söguþráð með hliðsjón af verkunum. Þetta fjallar miklu frekar almennt um völd og valdaskipti, sem voru algeng í konungaverkunum, auk þess sem þarna má finna ákveðin karaktereinkenni konunganna.“ Katrín Gunnarsdóttir dansari segir hópinn ekki hafa lagt upp með að gera þríleik. „Þetta byrjaði sem almennur áhugi á harmleikjunum en fljótlega kviknaði sú hugmynd að fyrst við værum ekki að afmarka okkur við eitt verk gæti verið skemmtilegt að leggja Shakespeare eins og hann leggur sig undir og gera þríleik.“ Verkið verður sýnt fjórum sinnum næstu daga en sýningum lýkur á laugardag þar sem einn dansaranna er á leið til Brussel vegna annars verkefnis. „En það er aldrei að vita nema við setjum það aftur upp þegar allir eru á landinu,“ segir Katrín. „Við erum langt því frá orðin leið á því.“ Kandíland er sýnt í Kassanum í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Öll tónlist í verkinu er með hljómsveitinni Queen en um hljóðmynd sér Gísli Galdur Þorgeirsson. Víkingur Kristjánsson leikstýrir en flytjendur eru auk Katrínar þau Melkorka Sigríður, Ragnheiður Bjarnarson, Vigdís Eva Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.- bs Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan frumsýndi á dögunum dansverkið Kandíland, sem byggir á konungaverkum Williams Shakespeare. Verkið er annar hlutinn í þríleik sem byggir á verkum Shakespeares; sá fyrsti var sóttur í harmleikina en sá síðasti verður byggður á gamanleikjunum. Arna Ýr Sævarsdóttir, framleiðandi sýningarinnar, segir sýninguna fyrst og fremst byggjast á innblæstri úr verkunum. „Við reyndum ekki að búa til söguþráð með hliðsjón af verkunum. Þetta fjallar miklu frekar almennt um völd og valdaskipti, sem voru algeng í konungaverkunum, auk þess sem þarna má finna ákveðin karaktereinkenni konunganna.“ Katrín Gunnarsdóttir dansari segir hópinn ekki hafa lagt upp með að gera þríleik. „Þetta byrjaði sem almennur áhugi á harmleikjunum en fljótlega kviknaði sú hugmynd að fyrst við værum ekki að afmarka okkur við eitt verk gæti verið skemmtilegt að leggja Shakespeare eins og hann leggur sig undir og gera þríleik.“ Verkið verður sýnt fjórum sinnum næstu daga en sýningum lýkur á laugardag þar sem einn dansaranna er á leið til Brussel vegna annars verkefnis. „En það er aldrei að vita nema við setjum það aftur upp þegar allir eru á landinu,“ segir Katrín. „Við erum langt því frá orðin leið á því.“ Kandíland er sýnt í Kassanum í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Öll tónlist í verkinu er með hljómsveitinni Queen en um hljóðmynd sér Gísli Galdur Þorgeirsson. Víkingur Kristjánsson leikstýrir en flytjendur eru auk Katrínar þau Melkorka Sigríður, Ragnheiður Bjarnarson, Vigdís Eva Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.- bs
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“