100% hreinskilinn Ragnar ZSolberg 5. janúar 2011 06:00 Ragnar ZSolberg fer alla leið í hreinskilninni á nýrri sólóplötu. Hann býr nú í Svíþjóð ásamt unnustu sinni og er búinn að setja saman hljómsveit þar í landi. „Ég veit ekki hvort það hafi breyst mikið í gegnum tíðina, en mér finnst textar og tónlist ekki koma eins vel út ef það er ekki 100% hreinskilni á bakvið," segir tónlistarmaðurinn Ragnar ZSolberg. Og hann er ekki að grínast, eitt laganna á nýju plötunni The Hanged Man fjallar til að mynda um það sem gerist inni í svefnherbergi Ragnars og unnustu hans. „Það er ekkert tabú - alls ekki. Ef eitthvað er þá er það bara gott fyrir sambandið," segir hann. The Hanged Man er þriðja sólóplata Ragnars. Hann byrjaði að vinna að plötunni í apríl og samdi fyrstu lögin þegar hann var fastur á Íslandi á meðan aska úr Eyjafjallajökli dreifðist yfir Evrópu. Platan er að mestu tekin upp í Svíþjóð, en þar býr Ragnar ásamt Sóleyju Ástudóttur unnustu sinni. „Svo þurfti ég að koma til Íslands í jarðarför í haust og nýtti tækifærið og trommaði yfir öll lögin," segir Ragnar. „Þá samdi ég líka seinasta lagið á plötunni sem heitir Funerals. Þetta var nefnilega önnur jarðarförin sem ég fór á einum mánuði. Báðar ömmur mínar dóu." Platan er aðeins komin út á netinu á vefsíðu Ragnars og Gogoyoko. Hann hyggst láta prenta eintök og dreifa á Íslandi og í Svíþjóð, þar sem hann ætlar að fylgja plötunni eftir með innfæddum tónlistarmönnum. „Ég er kominn með band þarna úti og er að byrja að æfa með þeim strákum í janúar, febrúar," segir hann og játar að rætur þeirra liggi í þungarokkinu - rétt eins og hans eigin. „Það er svo æðislegt með metalhausana í Svíþjóð, allavega þessa sem ég þekki, að þeir geta líka sest niður og hlustað á Bítlana eða Abba. Þeir eru algjörlega fordómalausir." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Ragnar ZSolberg fer alla leið í hreinskilninni á nýrri sólóplötu. Hann býr nú í Svíþjóð ásamt unnustu sinni og er búinn að setja saman hljómsveit þar í landi. „Ég veit ekki hvort það hafi breyst mikið í gegnum tíðina, en mér finnst textar og tónlist ekki koma eins vel út ef það er ekki 100% hreinskilni á bakvið," segir tónlistarmaðurinn Ragnar ZSolberg. Og hann er ekki að grínast, eitt laganna á nýju plötunni The Hanged Man fjallar til að mynda um það sem gerist inni í svefnherbergi Ragnars og unnustu hans. „Það er ekkert tabú - alls ekki. Ef eitthvað er þá er það bara gott fyrir sambandið," segir hann. The Hanged Man er þriðja sólóplata Ragnars. Hann byrjaði að vinna að plötunni í apríl og samdi fyrstu lögin þegar hann var fastur á Íslandi á meðan aska úr Eyjafjallajökli dreifðist yfir Evrópu. Platan er að mestu tekin upp í Svíþjóð, en þar býr Ragnar ásamt Sóleyju Ástudóttur unnustu sinni. „Svo þurfti ég að koma til Íslands í jarðarför í haust og nýtti tækifærið og trommaði yfir öll lögin," segir Ragnar. „Þá samdi ég líka seinasta lagið á plötunni sem heitir Funerals. Þetta var nefnilega önnur jarðarförin sem ég fór á einum mánuði. Báðar ömmur mínar dóu." Platan er aðeins komin út á netinu á vefsíðu Ragnars og Gogoyoko. Hann hyggst láta prenta eintök og dreifa á Íslandi og í Svíþjóð, þar sem hann ætlar að fylgja plötunni eftir með innfæddum tónlistarmönnum. „Ég er kominn með band þarna úti og er að byrja að æfa með þeim strákum í janúar, febrúar," segir hann og játar að rætur þeirra liggi í þungarokkinu - rétt eins og hans eigin. „Það er svo æðislegt með metalhausana í Svíþjóð, allavega þessa sem ég þekki, að þeir geta líka sest niður og hlustað á Bítlana eða Abba. Þeir eru algjörlega fordómalausir." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira