Lífið

Manúela selur gersemar á netinu

Manúela Ósk Harðardóttir selur fötin sín á Facebook og ætlar að gefa ágóðann til góðgerðamála. 
Fréttablaðið/valli
Manúela Ósk Harðardóttir selur fötin sín á Facebook og ætlar að gefa ágóðann til góðgerðamála. Fréttablaðið/valli
„Ég hef lengi ætlað að selja fötin mín og gefa ágóðann en aldrei komið mér í það enda tímafrekt að fara í gegnum fataskápinn,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi Ungfrú Ísland, en hún hefur nú opnað fataskáp sinni fyrir landsmönnum og er að selja þær flíkur sem hún er hætt að nota á síðunni Fataskápur Manúelu á Facebook.

„Ég mun gefa þá peninga sem ég fæ fyrir söluna plús jafnháa upphæð til góðgerðarmála“ segir Manúela en hún hefur ekki ákveðið hvaða málefni mun njóta góðs af fatasölunni. „Úti í Englandi eru allir að gefa til styrktar fórnarlömbunum í Japan, svo það er líklegt að ég geri slíkt hið sama en svo væri ég einnig til í að finna eitthvað gott hér heima,“ segir Manúela en salan hefur gengið framar björtustu vonum og hefur hún ekki undan að bæta inn nýjum klæðum. „Þetta gengur mjög vel og fólk getur búist við fleiri fötum inn á síðuna bráðlega,“ segir Manúela en hún er að selja margar gersemar frá Júniform, 66North, Hugo Boss og Alexander McQueen. Spurð hvort hinn frægi Tyson kjóll muni rata inn á síðuna svarar hún neitandi „Nei, ég held að ég selji hann aldrei.“

Manúela er stödd hér á landi í kærkomnu fríi og tekur ekki fyrir að verða með annan fótinn á Íslandi í framtíðinni. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.