Lífið

Mottur í massavís á Boston

Friðrik Ingvar Ingimundarson skartaði stórkostlegri mottu og var kosinn sigurvegari kvöldsins. Fréttablaðið/Vilhelm
Friðrik Ingvar Ingimundarson skartaði stórkostlegri mottu og var kosinn sigurvegari kvöldsins. Fréttablaðið/Vilhelm
Hin árlega Tom Selleck-mottukeppni var haldin á skemmtistaðnum Boston á miðvikudaginn var.

Samkeppnin var hörð en Friðrik Ingvar Ingimundarson bar sigur úr býtum en Styrmir Guðmundsson hreppti annað sætið. Útvarpsmaðurinn knái, Andri Freyr Viðarsson, var kynnir kvöldsins og sá um að halda uppi fjörinu á milli atriða.

Valdi Garðars mætti í líki varðstjóra í villta vestrinu.

Eins og sjá má var fjölmennt á Boston á miðvikudaginn. Leikkonan María Birta Björnsdóttir var á meðal áhorfenda.

Ægir Ingimundarson var vígalegur á að líta er ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði.

Þeir Ragnar Guðmundsson og Hilmar Friðrik Árnason voru flottir að sjá.

Styrmir Guðmundsson þótti vera með næstbestu mottu kvöldsins. Hér er hlýtur hann verðlaun sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.