Garðar Gunnlaugs snýr aftur í fyrirsætubransann 2. ágúst 2011 10:00 Garðar Gunnlaugsson kanttspyrnukappi, bjórframleiðandi og fyrirsæta er byrjaður að sitja aftur fyrir í auglýsingum hjá Hagkaupum. „Þetta er eins og að koma heim,“ segir Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnukappi, bjórframleiðandi og fyrirsæta. Andlit Garðars hefur prýtt síður dagblaða á Íslandi undanfarna daga en hann situr fyrir í auglýsingu Hagkaupa á gúmmítúttum. Auglýsingin var ljósmynduð í byrjun sumars þegar Garðar var staddur hér á landi í fríi. „Eru það gúmmítúttur? Það er fyndið. Hagkaup biður mig alltaf um að hafa samband þegar ég er á landinu og mér finnst þetta skemmtileg vinna,“ segir Garðar, en hann var að jafna sig eftir aðgerð á mjóbaki á sjúkrahúsi í Þýskalandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Garðar byrjaði að sitja fyrir árið 2003 í kjölfar sigurs í Herra Ísland. Honum hefur reglulega brugðið fyrir í Hagkaupsbæklingnum, en hefur ekki sést á síðum bæklingsins síðustu misseri enda búsettur erlendis. „Já, vá ég er búinn að vera í þessu með hléum í átta ár. Það er alltaf sama teymi á bak við þessar myndatökur svo það er yndisleg stemming í stúdíóinu,“ segir Garðar og útilokar ekki að rifja upp gamla takta og sitja fyrir á nærfötunum einum saman í framtíðinni. Síðast þegar hann gerði það var það með eiginkonu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttir. „Það var skemmtileg myndataka. Á meðan mér finnst þetta gaman tek ég eina og eina auglýsingu þegar ég er heima í fríi.“ Garðar greindist með brjósklos í baki fyrr í sumar og þurfti því að hætta við að ganga til liðs við íslenska fótboltaliðið ÍBV eins og til stóð. Hann segir það hafa verið mikil vonbrigði því hann var farinn að hlakka til að spila aftur á Íslandi. Nú er hann hins vegar á leið aftur til Búlgaríu þar sem fjölskyldan bíður eftir honum. „Það er fullt að gera hjá Ásdísi. Ég má hins vegar ekkert æfa í sex vikur og fer svo í að koma mér í form,“ segir Garðar og bætir við að hann verði heimavinnandi húsfaðir og Ásdís sú sem vinnur fyrir heimilinu í Búlgaríu. „Hún hefur alltaf verið mjög dugleg kona og er búin að skapa sér stórt nafn í Búlgaríu.“ Garðar bætti nýverið í ferilskrá sína þegar hann hóf að framleiða bjór í Lettlandi. Bjórinn nefnist Krummi og bíður Garðar einungis eftir að fá leyfi fyrir innflutningi bjórsins, sem bíður tilbúinn á hafnarbakkanum í Lettlandi. „Þetta er besti bjór sem ég hef smakkað og maður hefur nú smakkað þá ófáa gegnum tíðina. Ég vona að öll leyfi verði komin í lok ágúst.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Þetta er eins og að koma heim,“ segir Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnukappi, bjórframleiðandi og fyrirsæta. Andlit Garðars hefur prýtt síður dagblaða á Íslandi undanfarna daga en hann situr fyrir í auglýsingu Hagkaupa á gúmmítúttum. Auglýsingin var ljósmynduð í byrjun sumars þegar Garðar var staddur hér á landi í fríi. „Eru það gúmmítúttur? Það er fyndið. Hagkaup biður mig alltaf um að hafa samband þegar ég er á landinu og mér finnst þetta skemmtileg vinna,“ segir Garðar, en hann var að jafna sig eftir aðgerð á mjóbaki á sjúkrahúsi í Þýskalandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Garðar byrjaði að sitja fyrir árið 2003 í kjölfar sigurs í Herra Ísland. Honum hefur reglulega brugðið fyrir í Hagkaupsbæklingnum, en hefur ekki sést á síðum bæklingsins síðustu misseri enda búsettur erlendis. „Já, vá ég er búinn að vera í þessu með hléum í átta ár. Það er alltaf sama teymi á bak við þessar myndatökur svo það er yndisleg stemming í stúdíóinu,“ segir Garðar og útilokar ekki að rifja upp gamla takta og sitja fyrir á nærfötunum einum saman í framtíðinni. Síðast þegar hann gerði það var það með eiginkonu sinni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttir. „Það var skemmtileg myndataka. Á meðan mér finnst þetta gaman tek ég eina og eina auglýsingu þegar ég er heima í fríi.“ Garðar greindist með brjósklos í baki fyrr í sumar og þurfti því að hætta við að ganga til liðs við íslenska fótboltaliðið ÍBV eins og til stóð. Hann segir það hafa verið mikil vonbrigði því hann var farinn að hlakka til að spila aftur á Íslandi. Nú er hann hins vegar á leið aftur til Búlgaríu þar sem fjölskyldan bíður eftir honum. „Það er fullt að gera hjá Ásdísi. Ég má hins vegar ekkert æfa í sex vikur og fer svo í að koma mér í form,“ segir Garðar og bætir við að hann verði heimavinnandi húsfaðir og Ásdís sú sem vinnur fyrir heimilinu í Búlgaríu. „Hún hefur alltaf verið mjög dugleg kona og er búin að skapa sér stórt nafn í Búlgaríu.“ Garðar bætti nýverið í ferilskrá sína þegar hann hóf að framleiða bjór í Lettlandi. Bjórinn nefnist Krummi og bíður Garðar einungis eftir að fá leyfi fyrir innflutningi bjórsins, sem bíður tilbúinn á hafnarbakkanum í Lettlandi. „Þetta er besti bjór sem ég hef smakkað og maður hefur nú smakkað þá ófáa gegnum tíðina. Ég vona að öll leyfi verði komin í lok ágúst.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira