Fær bætur frá ríkinu vegna valdbeitingar við þvagsýnatöku Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júlí 2011 12:00 Frá Selfossi. Mynd/GVA Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Kona sem þvinguð var í þvagsýnatöku af lögreglunni á Selfossi árið 2007 hefur náð sátt við íslenska ríkið sem felur í sér viðurkenningu ríkisins á mistökum og greiðslu skaðabóta til konunnar. María Bergsdóttir var í mars 2007 stöðvuð af lögreglunni á Selfossi grunuð um ölvun við akstur. Tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar. Hún var síðan í febrúar 2008 dæmd fyrir ölvun við akstur í Héraðsdómi Suðurlands og var dómurinn staðfestur af Hæstarétti. Valdbeiting við sýnatökuna með þvaglegg þótti umdeild á sínum tíma. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu í frumkvæðisathugun að lögreglan á Selfossi hefði hugsanlega brotið á mannréttindum konunnar. Í bréfi umboðsmanns, sem var beint til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, kom fram að lögreglan á Selfossi hefði ekki gætt meðalhófsreglunnar auk þess sem lögreglan hafi hugsanlega gerst brotleg við 3. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, en ákvæðið kveður á um að engan megi beita pyndingum né annarri „ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð" eða refsingu. Konan krafðist skaðabóta frá ríkinu vegna þessar vansæmandi meðferðar sem hún þurfti að sæta af hálfu lögreglunnar á Selfossi og hefur nú náð samkomulagi við ríkið, að sögn Jóns Egilssonar, lögmanns hennar. Jón segir að konan sé mjög þakklát fyrir aðkomu umboðsmanns Alþingis að málinu sem hafði að eigin frumkvæði afskipti af því. Þá segir hann konuna þakkláta Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem hafi gefið sér tíma til að hitta hana. Sátt náðist um greiðslu bótanna hinn 5. júlí síðastliðinn en Jón segir fjárhæð bótanna trúnaðarmál. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira