Lífið

Tóku upp plötu með Taylor

Taylor Slash og félagar í Velvet Revolver prófuðu að taka upp tónlist með Corey Taylor úr Slipknot. Efnið verður líklegast ekki gefið út vegna þess að Slash var ekki að fíla það.
Taylor Slash og félagar í Velvet Revolver prófuðu að taka upp tónlist með Corey Taylor úr Slipknot. Efnið verður líklegast ekki gefið út vegna þess að Slash var ekki að fíla það.
cc
Strákarnir í Velvet Revolver uppljóstruðu á dögunum að þeir hefðu tekið upp heila plötu með Corey Taylor, söngvara Slip-knot. Ólíklegt er að platan komi nokkurn tímann út.

Matt Sorum, trommari Velvet Revolver, sagði í samtali við vefmiðilinn Lakaos.net að það hefði verið hugmynd hans að fá Corey Taylor í hljómsveitina. Gítarleikarinn Slash kunni hins vegar ekki að meta framlag Taylors.

„Við vorum ánægðir með efnið, þetta voru tíu lög,“ sagði Sorum. „Við gætum gefið út plötu á morgun. Hún er tilbúin. Ég sagði „kýlum á það“ en Slash var ekki sáttur við lögin og ef það fíla ekki allir af okkur efnið getum við ekkert gert.“

Sorum segir að það hafi verið afar ánægjulegt að vinna með Taylor, sem hann segir algjöran ljúfling. Hann bætti við að hljómsveitin yrði í hléi næstu misseri, eða þangað til söngvari finnst til að koma í stað Scotts Weiland, sem hætti árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.