Hreinleiki í stað vímuefna 13. janúar 2011 17:00 Breska poppsöngkonan Jessie J. Mynd/Getty Images. Breska poppsöngkonan Jessie J er líklegust til að slá í gegn árið 2011 samkvæmt nýjum lista BBC. Hún fékk hjartaáfall 18 ára og má ekki nota vímuefni. Breska poppsöngkonan Jessie J lenti í efsta sæti á árlegum lista breska ríkisútvarpsins, BBC, yfir þá flytjendur sem eru taldir líklegastir til að slá í gegn árið 2011. Í næstu sætum á eftir voru James Blake, rokksveitin The Vaccines með Árna Hjörvar Árnason á bassanum, Jamie Woon og Clare Maguire. Jessie J, sem heitir réttu nafni Jessica Cornish og er 22 ára, hefur verið lýst sem bresku útgáfunni af Rihönnu eða Pink, enda ákveðin týpa með kröftuga rödd. Hún byrjaði aðeins ellefu ára í skemmtanabransanum þegar hún tók þátt í söngleiknum Whistle Down the Wind eftir Andrew Lloyd Webber. Hún stundaði söngleikjanám í sama listaskóla og Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis sóttu en í staðinn fyrir að setja stefnuna á West End ákvað Jessie að prófa sig áfram í poppinu. Hún gekk til liðs við stúlknasveit sem lifði ekki lengi og í framhaldinu tók hún upp sína fyrstu sólóplötu aðeins sautján ára. Svo illa vildi til að rétt áður en fyrsta smáskífulagið átti að koma út fór útgáfufyrirtækið á hausinn. Með engan útgáfusamning í Bretlandi í sjónmáli byrjaði Jessie að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn. Engu að síður, eftir að hafa spilað á nokkrum kynningartónleikum í Bandaríkjunum náði hún eyrum þarlendra útgáfumógúla og á endanum var það stórfyrirtækið Universal Republic sem tryggði sér krafta hennar. Taldi það söngkonuna hafa það sem til þyrfti til að slá í gegn vestanhafs. Þrátt fyrir samninginn hélt Jessie áfram að semja fyrir aðra, þar á meðal lagið Party in the USA sem Miley Cyrus kom í annað sæti bandaríska vinsældarlistans. Næst íhugaði hún að láta Rihönnu fá lagið Do It Like A Dude en popparinn Justin Timberlake hvatti hana til að eiga lagið fyrir sig sjálfa. Það borgaði sig því þetta fyrsta smáskífulag hennar náði á topp þrjátíu í Bretlandi á síðasta ári. Jessie hefur þegar sett sér markmið fyrir næstu tólf mánuði og þau eru langt í frá í hógvær. Hún ætlar að gefa út plötu sem fer í efsta sætið á vinsældalistum, fara í tónleikaferð sem aðalnúmerið, setja eigið ilmvatn á markað, koma á fót góðgerðarsamtökum og klúbbum fyrir ungt fólk í London, semja söngleik, syngja dúett með Leonu Lewis og semja næsta topp smáskífulag Britney Spears. Þrátt fyrir þessu háleitu markmið þarf hún að passa sig á að ofreyna sig ekki því hún á við hjartavandamál að stríða og fékk vægt hjartaáfall fyrir aðeins fjórum árum. Dagsdaglega finnur hún samt ekki fyrir óþægindum, nema þegar hún verður verulega þreytt, en hún má ekki drekka áfengi, reykja eða nota eiturlyf. „Ég vil vera fyrirmynd og ég verð að byggja sjálfstraust mitt á hreinleika. Ég get ekki farið upp á svið með tvöfaldan gin og tónik í líkamanum eða eiturlyf. Ég verð að fara á svið sem ég sjálf vegna þess að ég get ekki notað nein af þessum efnum,“ sagði hún. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Breska poppsöngkonan Jessie J er líklegust til að slá í gegn árið 2011 samkvæmt nýjum lista BBC. Hún fékk hjartaáfall 18 ára og má ekki nota vímuefni. Breska poppsöngkonan Jessie J lenti í efsta sæti á árlegum lista breska ríkisútvarpsins, BBC, yfir þá flytjendur sem eru taldir líklegastir til að slá í gegn árið 2011. Í næstu sætum á eftir voru James Blake, rokksveitin The Vaccines með Árna Hjörvar Árnason á bassanum, Jamie Woon og Clare Maguire. Jessie J, sem heitir réttu nafni Jessica Cornish og er 22 ára, hefur verið lýst sem bresku útgáfunni af Rihönnu eða Pink, enda ákveðin týpa með kröftuga rödd. Hún byrjaði aðeins ellefu ára í skemmtanabransanum þegar hún tók þátt í söngleiknum Whistle Down the Wind eftir Andrew Lloyd Webber. Hún stundaði söngleikjanám í sama listaskóla og Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis sóttu en í staðinn fyrir að setja stefnuna á West End ákvað Jessie að prófa sig áfram í poppinu. Hún gekk til liðs við stúlknasveit sem lifði ekki lengi og í framhaldinu tók hún upp sína fyrstu sólóplötu aðeins sautján ára. Svo illa vildi til að rétt áður en fyrsta smáskífulagið átti að koma út fór útgáfufyrirtækið á hausinn. Með engan útgáfusamning í Bretlandi í sjónmáli byrjaði Jessie að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn. Engu að síður, eftir að hafa spilað á nokkrum kynningartónleikum í Bandaríkjunum náði hún eyrum þarlendra útgáfumógúla og á endanum var það stórfyrirtækið Universal Republic sem tryggði sér krafta hennar. Taldi það söngkonuna hafa það sem til þyrfti til að slá í gegn vestanhafs. Þrátt fyrir samninginn hélt Jessie áfram að semja fyrir aðra, þar á meðal lagið Party in the USA sem Miley Cyrus kom í annað sæti bandaríska vinsældarlistans. Næst íhugaði hún að láta Rihönnu fá lagið Do It Like A Dude en popparinn Justin Timberlake hvatti hana til að eiga lagið fyrir sig sjálfa. Það borgaði sig því þetta fyrsta smáskífulag hennar náði á topp þrjátíu í Bretlandi á síðasta ári. Jessie hefur þegar sett sér markmið fyrir næstu tólf mánuði og þau eru langt í frá í hógvær. Hún ætlar að gefa út plötu sem fer í efsta sætið á vinsældalistum, fara í tónleikaferð sem aðalnúmerið, setja eigið ilmvatn á markað, koma á fót góðgerðarsamtökum og klúbbum fyrir ungt fólk í London, semja söngleik, syngja dúett með Leonu Lewis og semja næsta topp smáskífulag Britney Spears. Þrátt fyrir þessu háleitu markmið þarf hún að passa sig á að ofreyna sig ekki því hún á við hjartavandamál að stríða og fékk vægt hjartaáfall fyrir aðeins fjórum árum. Dagsdaglega finnur hún samt ekki fyrir óþægindum, nema þegar hún verður verulega þreytt, en hún má ekki drekka áfengi, reykja eða nota eiturlyf. „Ég vil vera fyrirmynd og ég verð að byggja sjálfstraust mitt á hreinleika. Ég get ekki farið upp á svið með tvöfaldan gin og tónik í líkamanum eða eiturlyf. Ég verð að fara á svið sem ég sjálf vegna þess að ég get ekki notað nein af þessum efnum,“ sagði hún. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning