Innlent

Um 40% krabbameinstilfella tengd lífsstíl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Með bættum lífsstíl má bæta heilsu.
Með bættum lífsstíl má bæta heilsu. mynd/ getty.
Um 40% krabbameinstilfella má tengja lífsstíl, eftir því sem fram kemur í frétt á vef BBC. Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að þarna væri ekki um ný sannindi að ræða. Lfstílsþættir hafi klárlega áhrif á sjúkdóma. Þar á meðal krabbamein.

„Það er vel þekkt samband reykinga og lungnakrabbameins. Eins eru vel þekkt tengsl neyslu ákveðinnar fæðu, reyktrar og saltrar við magakrabbamein og lítillar líkamshreyfingar og lítillar inntöku á trefjaríkri fæðu við ristilkrabbamein,“ segir Guðmundur.  

„Áfengi hefur klárlega áhrif á tíðni lifrarkrabbameins og eins tíðni krabbameins í vélinda og það er búið að skýra ágætlega út þá ferla sem þar eru að baki,“ segir Guðmundur jafnframt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×