Lífið

Fyrsta sýnishorn úr heimildarmynd um níumenningana

Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr heimildarmyndinni Ge9n. Myndin er um níumenningana svokölluðu, sem tóku þátt í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008.

Ári seinna voru þessi níu ákærð fyrir „árás á Alþingi". Í myndinni er grennslast fyrir um sýn þeirra á íslenskt samfélag og samtíma og hvað þeim gekk til sem gengu lengra en flestir 40 dögum fyrir búsáhaldabyltinguna svokölluðu.

Leikstjóri er Haukur Már Helgason og kallar hann myndina jákvæða árangurssögu úr íslensku athafnalífi. Ge9n var frumsýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborgi á Patreksfirði fyrr í sumar og hlaut þar góðar viðtökur. Myndin verður tekin til sýninga í Bíó Paradís 9. september.

Kíkið á meðfylgjandi myndasafn fyrir Ge9n hér fyrir neðan og á heimasíðu myndarinnar, send.perspiredbyiceland.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.