Háskólarnir ættu að tryggja hlutlægnina 11. janúar 2011 05:45 Utanríkisráðherra hlýðir hér á Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, á kynningarfundi Alþjóðamálastofnunar HÍ í mars í fyrra.Fréttablaðið/Valli Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Sjá meira
Þeir átta sem valdir hafa verið til áframhaldandi þátttöku í útboði Evrópusambandsins (ESB) um umsjón kynningarmála sambandsins á Íslandi vegna aðildarumsóknar landsins hafa frest til 7. febrúar til að skila inn lokagögnum. Meðal umsækjenda í lokavali ESB eru bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en aðkoma skólanna hefur verið gagnrýnd. „Hinar fyrirhuguðu upplýsingamiðstöðvar eru að sjálfsögðu áróðursmiðstöðvar. Hvers vegna halda menn að Evrópusambandið sé að eyða í þetta peningum?“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vef Evrópuvaktarinnar í desember. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, bendir hins vegar á að í útboðsgögnum ESB sé skýrt tekið fram að reka eigi hér kynningarstarfsemi og stuðla að upplýstri og málefnalegri umræðu. Telur hún að aðkoma Háskólans í Reykjavík yrði fremur til að tryggja að sá háttur yrði hafður á. Skólinn sækir um með Evrópuháskólanum (e. College of Europe) í Brugge í Belgíu. Andrés Jónsson, eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti, bendir á að aðkoma háskólanna að kynningarstarfi ESB sé í samræmi við niðurstöðu skoðanakönnunar sem hér var gerð um hver fólk vildi helst að annaðist kynningu á ESB. „Þannig að ef Evrópusambandið vill vera trúverðugt og hlutlægt þarf það að fá háskólana til samstarfs,“ segir Andrés. Fyrirtæki hans á þátt í umsókn þeirri um starfann sem evrópska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið ECORYS leiðir í samstarfi við Háskóla Íslands. Um leið viðurkennir Andrés að aðkoma Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar HÍ að fundaherferð um ESB hafi verið umdeild meðal andstæðinga sambandsins. Kynningarstarf ESB hér sé hins vegar ekki lagt þannig upp að um einhvern áróður eigi að vera að ræða. „Fyrst og fremst snýst þetta um að veita upplýsingar og halda réttum upplýsingum á lofti og leiðrétta rangfærslur, en það verður auðvitað umdeilt, sér í lagi á meðal andstæðinga sambandsins,“ segir hann, en telur um leið ekki vanþörf á að kynna ESB betur hér innanlands. „En ég held það væri óðs manns fyrir Evrópusambandið að fara í einhvern áróður. Það myndi ekki hjálpa því.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Sjá meira