Kynnir Mömmu Gógó í LA fyrir Óskarsakademíunni 11. janúar 2011 06:00 Friðrik Þór hefur staðið í ströngu í Los Angeles við kynningu á mynd sinni Mömmu Gógó.fréttablaðið/stefán Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hefur verið í Los Angeles að undanförnu að kynna mynd sína Mömmu Gógó. Hann er vongóður um að hún hljóti tilnefningu til Óskarsins. „Við höfum fengið rosalega fín viðbrögð. Það er ágætis „buzz“ á henni,“ segir leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson, sem hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga við kynningu á kvikmyndinni Mömmu Gógó. Þriðjudaginn 20. janúar verður tilkynnt hvaða níu myndir eiga möguleika á tilnefningunum fimm til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu erlendu mynd síðasta árs. Alls eru 65 myndir í pottinum frá jafn mörgum þjóðum. Mamma Gógó hefur að undanförnu verið sýnd fyrir meðlimi Óskarsakademíunnar og á sunnudag var síðasta sýningin þar í borg þegar hún tók þátt í hinni árlegu Norrænu kvikmyndahátíð í Los Angeles. Þar var The Good Heart eftir Dag Kára einnig sýnd. Friðrik Þór hefur farið í fjölda viðtala að undanförnu, auk þess að vera viðstaddur sýningar á Mömmu Gógó. Stórblaðið The New York Times tók viðtal við hann sem birtist á föstudag og í Boston Globe birtist sama dag afar jákvæður dómur um myndina þar sem talið var líklegt að hún kæmist í „undanúrslitin“ fyrir Óskarinn. „Maður er vongóður um að komast í þennan níu mynda kúrs. En allt eftir það er mjög flókið,“ segir Friðrik Þór. Hann er mjög ánægður með umfjöllun Boston Globe, New York Times og hinna ýmsu vefmiðla og segir að slíkt umtal auki að sjálfsögðu möguleika myndarinnar. „Þessi stórblöð endurspegla það sem akademíumeðlimirnir eru að tala um,“ segir hann en áréttar að herferðin á bak við Mömmu Gógó sé langt í frá eins kraftmikil og sú sem hinar Norðurlandaþjóðirnar standi fyrir. „Við eigum ekki pening til að auglýsa þetta eins og margir eru að gera.“ Friðrik útskýrir að vinnubrögð Óskarsakademíunnar hafi breyst mikið síðan Börn náttúrunnar var tilnefnd til Óskarsins 1992. Þá horfði 300 manna hópur á allar myndirnar og valdi síðan út frá því en núna er valið flóknara en áður og fer í gegnum margar nefndir áður en niðurstaða fæst. Ekki koma eingöngu jákvæðar fréttir úr herbúðum Friðriks því heimildarmynd hans, Sólskinsdrengurinn, komst ekki í fimmtán mynda hópinn sem á möguleika á Óskarstilnefningu í ár. Friðrik viðurkennir að það hafi komið sér á óvart miðað við þau góðu viðbrögð sem myndin hafði fengið. „Þau voru mjög sterk en samt veit maður aldrei neitt. Þetta er svo óútreiknanlegt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hefur verið í Los Angeles að undanförnu að kynna mynd sína Mömmu Gógó. Hann er vongóður um að hún hljóti tilnefningu til Óskarsins. „Við höfum fengið rosalega fín viðbrögð. Það er ágætis „buzz“ á henni,“ segir leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson, sem hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga við kynningu á kvikmyndinni Mömmu Gógó. Þriðjudaginn 20. janúar verður tilkynnt hvaða níu myndir eiga möguleika á tilnefningunum fimm til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu erlendu mynd síðasta árs. Alls eru 65 myndir í pottinum frá jafn mörgum þjóðum. Mamma Gógó hefur að undanförnu verið sýnd fyrir meðlimi Óskarsakademíunnar og á sunnudag var síðasta sýningin þar í borg þegar hún tók þátt í hinni árlegu Norrænu kvikmyndahátíð í Los Angeles. Þar var The Good Heart eftir Dag Kára einnig sýnd. Friðrik Þór hefur farið í fjölda viðtala að undanförnu, auk þess að vera viðstaddur sýningar á Mömmu Gógó. Stórblaðið The New York Times tók viðtal við hann sem birtist á föstudag og í Boston Globe birtist sama dag afar jákvæður dómur um myndina þar sem talið var líklegt að hún kæmist í „undanúrslitin“ fyrir Óskarinn. „Maður er vongóður um að komast í þennan níu mynda kúrs. En allt eftir það er mjög flókið,“ segir Friðrik Þór. Hann er mjög ánægður með umfjöllun Boston Globe, New York Times og hinna ýmsu vefmiðla og segir að slíkt umtal auki að sjálfsögðu möguleika myndarinnar. „Þessi stórblöð endurspegla það sem akademíumeðlimirnir eru að tala um,“ segir hann en áréttar að herferðin á bak við Mömmu Gógó sé langt í frá eins kraftmikil og sú sem hinar Norðurlandaþjóðirnar standi fyrir. „Við eigum ekki pening til að auglýsa þetta eins og margir eru að gera.“ Friðrik útskýrir að vinnubrögð Óskarsakademíunnar hafi breyst mikið síðan Börn náttúrunnar var tilnefnd til Óskarsins 1992. Þá horfði 300 manna hópur á allar myndirnar og valdi síðan út frá því en núna er valið flóknara en áður og fer í gegnum margar nefndir áður en niðurstaða fæst. Ekki koma eingöngu jákvæðar fréttir úr herbúðum Friðriks því heimildarmynd hans, Sólskinsdrengurinn, komst ekki í fimmtán mynda hópinn sem á möguleika á Óskarstilnefningu í ár. Friðrik viðurkennir að það hafi komið sér á óvart miðað við þau góðu viðbrögð sem myndin hafði fengið. „Þau voru mjög sterk en samt veit maður aldrei neitt. Þetta er svo óútreiknanlegt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“