Íslenskur tökumaður í grænlenskri hryllingsmynd 24. júní 2011 12:00 „Þetta var þvílíkt ævintýri. Það kom mér á óvart hve margir Grænlendingar eru virkilega hæfileikaríkir án þess að hafa „professional" reynslu," segir Freyr Líndal Sævarsson. Hann var tökumaður grænlensku hryllingsmyndarinnar Qaqqat Alanngui eða Skuggarnir í fjöllunum, sem var frumsýnd fyrir skömmu á vegum Tumit Productions. Hún hefur fengið mjög góðar viðtökur í heimalandinu og hafa tæp sex þúsund manns séð hana í höfuðborginni Nuuq þar sem rúm fimmtán þúsund manns búa. Tökur á myndinni fóru fram skammt frá Nuuq síðasta sumar og gengu þær vel þrátt fyrir að veðrið og ágengar moskítóflugur hafi sett strik í reikninginn. Freyr Líndal fékk verkefnið, sem er hans fyrsta sem tökumaður, í gegnum stelpu sem var með honum í European Film College í Danmörku. Hann hefur aðra hryllingsmynd á ferilsskránni, Reykjavík Whale Watching Massacre, þar sem hann vann við lýsingu. Freyr tók Quaqqat Alanngui upp á Canon 5D-myndavél og notaðist við náttúrulega lýsingu. Kostnaðaráætlun myndarinnar hljóðaði upp á 46 milljónir króna og komu allir leikararnir og tökuliðið frá Grænlandi nema Freyr. Myndin fjallar um ungt fólk sem fer í útskriftarferð í afskekktum sumarbústað þar sem undarlegir hlutir eiga sér stað. Grænlendingar hafa tekið myndinni opnum örmum, sérstaklega unga kynslóðin. „Fólk hefur ekki séð svona í grænlenskri menningu," segir hann og á þar við þjóðsagnakenndan blæ myndarinnar og grænlenskt talið í þokkabót. Frey líkaði lífið svo vel á Grænlandi að hann ætlar að taka upp aðra mynd þar á næsta ári, eða spennuhasar með grínívafi. freyr@frettabladid.is Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
„Þetta var þvílíkt ævintýri. Það kom mér á óvart hve margir Grænlendingar eru virkilega hæfileikaríkir án þess að hafa „professional" reynslu," segir Freyr Líndal Sævarsson. Hann var tökumaður grænlensku hryllingsmyndarinnar Qaqqat Alanngui eða Skuggarnir í fjöllunum, sem var frumsýnd fyrir skömmu á vegum Tumit Productions. Hún hefur fengið mjög góðar viðtökur í heimalandinu og hafa tæp sex þúsund manns séð hana í höfuðborginni Nuuq þar sem rúm fimmtán þúsund manns búa. Tökur á myndinni fóru fram skammt frá Nuuq síðasta sumar og gengu þær vel þrátt fyrir að veðrið og ágengar moskítóflugur hafi sett strik í reikninginn. Freyr Líndal fékk verkefnið, sem er hans fyrsta sem tökumaður, í gegnum stelpu sem var með honum í European Film College í Danmörku. Hann hefur aðra hryllingsmynd á ferilsskránni, Reykjavík Whale Watching Massacre, þar sem hann vann við lýsingu. Freyr tók Quaqqat Alanngui upp á Canon 5D-myndavél og notaðist við náttúrulega lýsingu. Kostnaðaráætlun myndarinnar hljóðaði upp á 46 milljónir króna og komu allir leikararnir og tökuliðið frá Grænlandi nema Freyr. Myndin fjallar um ungt fólk sem fer í útskriftarferð í afskekktum sumarbústað þar sem undarlegir hlutir eiga sér stað. Grænlendingar hafa tekið myndinni opnum örmum, sérstaklega unga kynslóðin. „Fólk hefur ekki séð svona í grænlenskri menningu," segir hann og á þar við þjóðsagnakenndan blæ myndarinnar og grænlenskt talið í þokkabót. Frey líkaði lífið svo vel á Grænlandi að hann ætlar að taka upp aðra mynd þar á næsta ári, eða spennuhasar með grínívafi. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira