Skemmtu sér á Lebowski-hátíð 23. ágúst 2011 09:00 með lIam Svavar Helgi og Ólafur ásamt Liam sem fór með lítið hlutverk í The Big Lebowski. „Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson. Hann fór í mikla pílagrímsför til New York ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The Big Lebowski voru samankomnir á stórri aðdáendahátíð. Fyrst fóru um 400 manns í keilu klæddir eins og persónur myndarinnar og daginn eftir var myndin sýnd í stóru leikhúsi fyrir framan eitt þúsund manns. Þar sátu leikararnir fyrir svörum, þar á meðal Jeff Bridges sem lék hinn húðlata The Dude. „Jeff Bridges var ótrúlega jarðbundinn og var ekki með neina stæla eða neitt. Hann fékk allan salinn í jógahugleiðslu og mætti með hárið og skeggið eins og Dúdinn,“ segir Svavar Helgi. Hann og Ólafur hittu einn aukaleikara úr The Big Lebowski sem fór með lítið hlutverk sem Liam, keilufélagi Jesus. „Við fengum hann til að segja vel valin orð í myndavélina og hann krotaði á eitthvert drasl fyrir okkur.“ Afraksturinn verður sýndur á næstu Big Lebowski-hátíð sem þeir félagar halda hér á landi í mars á næsta ári. Fleiri Íslendingar voru staddir á keilukvöldinu í New York, þar á meðal ljósmyndarinn Hörður Sveinsson og vinir hans. „Ég var að heimsækja vini mína sem búa þarna úti og það var skemmtileg tilviljun að vera þarna á sama tíma. Þetta var mjög fyndið,“ segir Hörður, sem að sjálfsögðu smellti nokkrum myndum af uppákomunni. - fb Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hált ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira
„Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson. Hann fór í mikla pílagrímsför til New York ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The Big Lebowski voru samankomnir á stórri aðdáendahátíð. Fyrst fóru um 400 manns í keilu klæddir eins og persónur myndarinnar og daginn eftir var myndin sýnd í stóru leikhúsi fyrir framan eitt þúsund manns. Þar sátu leikararnir fyrir svörum, þar á meðal Jeff Bridges sem lék hinn húðlata The Dude. „Jeff Bridges var ótrúlega jarðbundinn og var ekki með neina stæla eða neitt. Hann fékk allan salinn í jógahugleiðslu og mætti með hárið og skeggið eins og Dúdinn,“ segir Svavar Helgi. Hann og Ólafur hittu einn aukaleikara úr The Big Lebowski sem fór með lítið hlutverk sem Liam, keilufélagi Jesus. „Við fengum hann til að segja vel valin orð í myndavélina og hann krotaði á eitthvert drasl fyrir okkur.“ Afraksturinn verður sýndur á næstu Big Lebowski-hátíð sem þeir félagar halda hér á landi í mars á næsta ári. Fleiri Íslendingar voru staddir á keilukvöldinu í New York, þar á meðal ljósmyndarinn Hörður Sveinsson og vinir hans. „Ég var að heimsækja vini mína sem búa þarna úti og það var skemmtileg tilviljun að vera þarna á sama tíma. Þetta var mjög fyndið,“ segir Hörður, sem að sjálfsögðu smellti nokkrum myndum af uppákomunni. - fb
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hált ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira