Lífið

Robin Gibb syngur inn jólin með Bó

Robin Gibb leggur ekki kjöt sér til munns og er annálaður bindindismaður. Hann verður gestur Björgvins Halldórssonar á jólatónleikunum í Laugardalshöll.
Robin Gibb leggur ekki kjöt sér til munns og er annálaður bindindismaður. Hann verður gestur Björgvins Halldórssonar á jólatónleikunum í Laugardalshöll. nordicphotos/Getty
Robin Gibb verður gestur Björgvins Halldórssonar á árlegum jólatónleikum söngvarans í Laugardalshöll. Þetta kom í fréttatilkynningu frá Senu í gær.

Robin var hluti af hinum fræga söngflokki Gibb-bræðra, Bee Gees, sem hann stofnaði með tvíburabróður sínum Maurice og Barry. Bee Gees eru meðal söluhæstu hljómsveita heims en bræðurnir seldu yfir hundrað milljónir eintaka af hljómplötum og gnæfðu yfir diskóið þegar það stóð sem hæst.

Gibb er kvæntur listakonunni Dwinu Murphy Gibb og þau eiga saman einn son. Hann er mikill bindindismaður og grænmetisæta. Robin Gibb verður ekki eini Bretinn sem syngur á tónleikum Björgvins því eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu verður óperusöngvarinn Paul Potts einnig meðal gesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.