Innlent

Sóði dæmdur til að selja íbúðina sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íbúðin var vægast sagt sóðaleg eins og sjá má á þessari mynd þegar íbúðin var hreinsuð fyrir röskum áratug.
Íbúðin var vægast sagt sóðaleg eins og sjá má á þessari mynd þegar íbúðin var hreinsuð fyrir röskum áratug. Mynd/GVA
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert konu skylt að selja hlut sinn í fjöleignarhúsi að Hverfisgötu 68a í Reykjavík. Um er að ræða ósamþykkta íbúð. Húsfélagið í húsinu stefndi konunni vegna óþrifnaðar til langs tíma.

Málið teygir sig allt til ársins 1986, en þá kvörtuðu íbúar í húsinu fyrst til lögreglu undan óþrifnaði konunnar. Síðan þá hafa íbúar þráfaldlega kvartað yfir konunni vegna óþrifnaðar, skordýra og meindýra.

Héraðsdómur segir að ástand íbúðar stefnanda sé þannig að allt innandyra er ónýtt, morkið og gegnsósa eins og fram komi í skoðunargerð starfsmanns byggingarfulltrúans í Reykjavík sem fram fór eftir hreinsun eignarinnar í júlí 2009.

Héraðsdómur féllst því á kröfu húsfélagsins og dæmdi að konunni væri skylt að selja íbúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×