Lífið

Langar að lemja ljósmyndara

Hundeltur Pattinson er hvergi látinn í friði og viðurkennir að hann langi stundum til að lemja ljósmyndara.
Hundeltur Pattinson er hvergi látinn í friði og viðurkennir að hann langi stundum til að lemja ljósmyndara.
Robert Pattinsson úr Twillight-myndunum virðist vera kominn með uppí kok af ljósmyndurum og ágengni þeirra. Í samtali við vef Elle-tímaritsins viðurkenndi leikarinn að hann dreymdi oft um að lemja ljósmyndara. „ Þegar ég verð fallinn af stallli sem stjarna, kannski eftir fimmtán ár, og engin nennir að sjá myndirnar mínar og einhver ljósmyndari birtist eins og skrattinn úr sauðaleggnum þá ætla ég að lemja hann,“ segir Pattinsson við vefinn. „Þá skiptir það heldur engu máli, ég verð búinn að eyða öllum peningunum mínum og það græðir engin neitt á því að sækja mig til saka.“

Pattinsson var gjörsamlega óþekktur þegar hann var ráðinn til að leika vampíruna Edward Cullen sem hefur tryllt kvenþjóðina. Hann mun næst leika í rómantísku ástarmyndinni Water for Elephants á móti Reese Witherspoon en sjálfur er hann í sambandi með Kristen Stewart, mótleikkonu sinni úr Twillight. Parið nýtur mikilla vinsælda hjá svokölluðum paparazzi-ljósmyndurum en Pattinson segist hafa upplifað ýmislegt á eigin skinni hvað varðar samband sitt við þá.

„Við vorum einu sinni að keyra í Venice og vorum elt af nokkrum ljósmyndurum. Ég fékk algjörlega nóg, stoppaði bílinn og neitaði að hreyfa mig. Þeir gátu ekki tekið myndir af sama sjónarhorninu endalaust og urðu mjög fúlir. Þetta endaði með því að þeir reyndu að fá dópsala til að koma að bílnum og þá hugsaði ég að þeir væru endanlega gengnir af göflunum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.