Spennandi glíma við menningararfinn 15. janúar 2011 10:30 Edda Björg Eyjólfsdóttir t.v. og Marta Nordal t.h. sjást hér með leikkonunni Arndísi Hrönn þegar leikritið Enron var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í haust. Mynd/Anton Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson gengur í endurnýjun lífdaga í Norðurpólnum í dag. Marta Nordal leikstjóri segir það áskorun að setja upp klassískt verk í hráu rými. „Þetta er langþráður draumur að rætast," segir Marta Nordal leikstjóri um Fjalla Eyvind, sem frumsýnt verður í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi í dag í sviðsetningu leikhópsins Aldrei óstelandi. „Við Edda Björg Eyjólfsdóttir stofnuðum þennan hóp sérstaklega í kringum þetta verk. Við sátum einhvern tímann yfir kaffibolla og vorum að tala um hvað það væri spennandi að setja upp Fjalla Eyvind. Eftir dálitla umhugsun ákváðum við að taka slaginn og leituðum til fólks sem við vildum vinna með." Leikritið Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson er eitt af perlum íslenskra bókmennta og var frumsýnt fyrir réttri öld. Það byggir á samnefndri þjóðsögu og segir frá ekkjunni Höllu og vinnumanninum Kára sem fella hugi saman. Kári á sér leyndarmál sem reynist þeim afdrifaríkt. Þegar Halla kemst að sannleikanum verður hún að gera upp við sig hvort hún eigi að flýja til fjalla ásamt ástmanni sínum eða lifa áfram í öryggi án ástar. „Það sem heillar mig við þetta verk er þessi sterka ástarsaga," segir Marta. „Jóhann skrifar gífurlega fallegan texta og hefur mikið næmi fyrir sambandi karls og konu. Ég er líka mjög áhugasöm um að setja upp sígild íslensk leikverk. Þau fara ekki oft á fjalirnar en það er mjög spennandi að glíma við menningararfinn." Rýmið í Norðurpólnum er lítið og hrátt og segir Marta það hafa verið krefjandi að setja verkið upp þar. „Það er mikil ögrun fyrir leikarana að flytja svona melódramatískan og ljóðrænan texta í jafnmikilli nálægð við áhorfendur." Með hlutverk Höllu og Kára fara Edda Björg Eyjólfsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson en með önnur hlutverk fara Valdimar Örn Flygenring og Bjartur Guðmundsson. Nánari upplýsingar um sýningartíma má finna á nordurpollinn.com. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson gengur í endurnýjun lífdaga í Norðurpólnum í dag. Marta Nordal leikstjóri segir það áskorun að setja upp klassískt verk í hráu rými. „Þetta er langþráður draumur að rætast," segir Marta Nordal leikstjóri um Fjalla Eyvind, sem frumsýnt verður í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi í dag í sviðsetningu leikhópsins Aldrei óstelandi. „Við Edda Björg Eyjólfsdóttir stofnuðum þennan hóp sérstaklega í kringum þetta verk. Við sátum einhvern tímann yfir kaffibolla og vorum að tala um hvað það væri spennandi að setja upp Fjalla Eyvind. Eftir dálitla umhugsun ákváðum við að taka slaginn og leituðum til fólks sem við vildum vinna með." Leikritið Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson er eitt af perlum íslenskra bókmennta og var frumsýnt fyrir réttri öld. Það byggir á samnefndri þjóðsögu og segir frá ekkjunni Höllu og vinnumanninum Kára sem fella hugi saman. Kári á sér leyndarmál sem reynist þeim afdrifaríkt. Þegar Halla kemst að sannleikanum verður hún að gera upp við sig hvort hún eigi að flýja til fjalla ásamt ástmanni sínum eða lifa áfram í öryggi án ástar. „Það sem heillar mig við þetta verk er þessi sterka ástarsaga," segir Marta. „Jóhann skrifar gífurlega fallegan texta og hefur mikið næmi fyrir sambandi karls og konu. Ég er líka mjög áhugasöm um að setja upp sígild íslensk leikverk. Þau fara ekki oft á fjalirnar en það er mjög spennandi að glíma við menningararfinn." Rýmið í Norðurpólnum er lítið og hrátt og segir Marta það hafa verið krefjandi að setja verkið upp þar. „Það er mikil ögrun fyrir leikarana að flytja svona melódramatískan og ljóðrænan texta í jafnmikilli nálægð við áhorfendur." Með hlutverk Höllu og Kára fara Edda Björg Eyjólfsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson en með önnur hlutverk fara Valdimar Örn Flygenring og Bjartur Guðmundsson. Nánari upplýsingar um sýningartíma má finna á nordurpollinn.com. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“