Lífið

Hollenskar í íslenskri hönnun

Þátttakendurnir í Holland´s Next Top Model voru sjö talsins hér á landi.
Þátttakendurnir í Holland´s Next Top Model voru sjö talsins hér á landi. mynd/kári sverris
á sýningarpallinum Ein af fyrirsætunum gengur eftir sýningarpallinum.
Keppendur í sjónvarpsþættinum Holland"s Next Top Model tóku þátt í tískusýningu í Hörpunni um verslunarmannahelgina. Sýningin átti að fara fram á Ingólfstorgi en ákveðið var að færa hana til.

Keppendurnir í Holland"s Next Top Model fara af landi brott í dag. Stúlkurnar, sem eru sjö talsins, hafa haft í nógu að snúast síðan þær komu hingað til lands í síðustu viku. Þær fóru í köfun og í Bláa lónið, heimsóttu Andreu Brabin hjá Eskimo Models, nettímaritið Nude Magazine og fyrirtækið Spakmannsspjarir. Á tískusýningunni í Hörpunni sýndu þær föt frá tískuhönnuðinum Steinunni Sigurðardóttur.

Stjórnandi þáttarins, fyrirsætan fyrrverandi Daphne Deckers, hefur verið með stúlkunum í för hér á landi. Hún lék í James Bond-myndinni Tomorrow Never Dies sem kom út 1997.

rauð og svört Þessi fyrirsæta var í rauðum bol og svörtu pilsi.
svartklædd Þessi keppandi var svartklæddur frá toppi til táar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.