Lífið

Sívaxandi draggkeppni

Georg Erlingsson Meritt hefur séð um að skipuleggja Draggkeppni Íslands síðan árið 1999 en keppnin fer fram í kvöld í Hörpu.
Georg Erlingsson Meritt hefur séð um að skipuleggja Draggkeppni Íslands síðan árið 1999 en keppnin fer fram í kvöld í Hörpu. Mynd/GVA
Mikil spenna er fyrir Draggkeppni Íslands 2011 sem fer fram í Hörpu í kvöld. Georg Erlingsson Merritt sér um að skipuleggja keppnina sem hefur stækkað til muna á síðustu árum.

„Við erum mjög spennt fyrir að halda keppnina í fyrsta sinn í Hörpu,“ segir Georg Erlingsson Merritt, skipuleggjandi Draggkeppni Íslands 2011.

Keppnin verður haldin í Silfurbergssalnum í Hörpu í kvöld og verður húsið opnað klukkan 20. Miðasalan fer vel af stað en milli 550 og 600 miðar eru í boði. „Undanfarin ár höfum við alltaf selt upp á keppnina og vona ég að engin breyting verði á því í ár. þó að sætum fjölgi um 100,“ segir Georg en hann hefur séð um að skipuleggja keppnina síðan árið 1999.

Sjálfur vann hann Draggkeppni Íslands árið 1998 og finnur mikinn mun frá því hann byrjaði að vera með puttana í keppninni.

„Ég man að fyrstu árin var keppnin haldin á litlum skemmtistöðum. Það var ekki fyrr en árið 2007 sem við fórum að færa okkur í leikhúsin og höfum síðustu þrjú ár verið í Íslensku óperunni. Það var því ekkert eðlilegra en að fylgja þeim inn í Hörpuna enda frábært fólk að vinna með.“

Hægt er að nálgast miða á harpa.is og í afgreiðslu tónlistarhússins en sérstakt afsláttarverð er fyrir þá sem eru með VIP passa á Gay Pride og meðlimi í Samtökunum 78.

Georg hlakkar til kvöldsins og helgarinnar en hann verður í fyrsta sinn með pallbíl í Gay Pride göngunni. „Draggkeppnin verður í fyrsta sinn með eigin bíl og við erum með svakalega flott atriði. Vanalega hef ég farið gönguna fótgangandi en það verður gaman að prófa þetta.“

alfrun@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.