Lífið

Melissa hreifst af Hellvar í Hudson

Hellvar á útitónleikum í borginni Hudson í Bandaríkjunum.
Hellvar á útitónleikum í borginni Hudson í Bandaríkjunum.
Melissa Auf der Maur, fyrrum bassaleikari Hole og The Smashing Pumpkins, hreifst af hljómsveitinni Hellvar á útitónleikum í borginni Hudson í Bandaríkjunum fyrir skömmu.

„Hún kom og kynnti sig og við spjölluðum aðeins við hana og manninn hennar. Þau voru nýkomin frá Íslandi og við vorum aðallega að tala um Snæfellsnes og eldfjöll,“ segir Elvar Geir Sævarsson úr Hellvar. Melissa, sem hefur gefið út tvær sólóplötur, sagðist hafa fílað Hellvar í tætlur og bauð sveitinni að taka þátt í tónlistargjörningi í gamalli verksmiðju sem hún keypti í Hudson og breytti í listasmiðju. Fleiri hljómsveitir áttu að taka þátt í gjörningnum og kom Meshell Ndegeocello, sem hefur spilað á bassa hjá David Bowie, að skipulagningunni. Engri hljómsveit var þó boðið upp á svið þegar allt kom til alls. „Þarna var allsbert fólk á sviðinu að skera niður hrátt kjöt. Þetta var algjör steypugeðveiki og frábært að horfa á þetta,“ segir Elvar Geir.

Síðustu tónleikar Hellvar í Bandaríkjareisunni verða á staðnum Goodbye Blue Monday í Brooklyn í kvöld. Hljómsveitin hefur dvalið í Hudson í góðu yfirlæti og þar er tónlistarlífið afar blómlegt. „Þetta er algjör snilldarbær. Það eru allir tónlistarmenn hérna,“ segir Elvar Geir en þetta er þriðja árið í röð sem hljómsveitin spilar í borginni og nágrenni hennar.

-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.