Sólveig vinsæl hjá Þjóðverjum 1. júlí 2011 09:45 Sólveig Arnarsdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna í þýsku sakamálaþáttunum Lögregluforingjanum og hafinu. Fréttablaðið/Anton „Þetta er pínulítið eins og að fara í sumarbúðir," segir Sólveig Arnarsdóttir leikkona. Síðasta tvo og hálfan mánuðinn hefur Sólveig verið á Gotlandi, lítilli eyju undan ströndum Svíþjóðar, við tökur á þýskum sakamálaþáttum, Der Kommissar und Das Meer eða Lögregluforinginn og hafið. Um er að ræða tvær níutíu mínútna langar sjónvarpsmyndir sem byggðar eru á samnefndum bókum eftir sænska höfundinn Mari Jungstedt. Leikkonan hefur ekki verið ein á tökustað, með henni eru maðurinn hennar og nýfætt barn. „Og það kippir sér enginn upp við það þegar ég þarf að gefa því að drekka á milli atriða." Þetta er sjötta árið í röð sem Sólveig leikur í þáttunum en þeir hafa notið mikilla vinsælda í Þýskalandi. „Síðasti þáttur mældist til að mynda með yfir tuttugu prósent áhorf sem þykir nokkuð gott í 90 milljóna samfélagi." Þeir hafa jafnframt verið sýndir í öðrum þýskumælandi löndum eins og Austurríki og svo í Skandinavíu. Og leikkonan er orðin nokkuð fræg fyrir leik sinn í þýsku sjónvarpi, hún er stundum stoppuð úti á götu og beðin um eiginhandaáritun. Flestir þættir á þýskum sjónvarpsstöðvum sem ekki eru leiknir á móðurmálinu eru talsettir. Og þar sem lunginn úr leikaraliði þáttanna er frá Norðurlöndunum eru þeir með þýskan talsetjara. Nema Sólveig, hún talar sína þýsku án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar enda menntuð í Berlín og hefur verið með annan fótinn þar. „Ég hef alltaf unnið mikið í Þýskalandi og það er frábært að geta unnið bæði þar og heima." - fgg Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
„Þetta er pínulítið eins og að fara í sumarbúðir," segir Sólveig Arnarsdóttir leikkona. Síðasta tvo og hálfan mánuðinn hefur Sólveig verið á Gotlandi, lítilli eyju undan ströndum Svíþjóðar, við tökur á þýskum sakamálaþáttum, Der Kommissar und Das Meer eða Lögregluforinginn og hafið. Um er að ræða tvær níutíu mínútna langar sjónvarpsmyndir sem byggðar eru á samnefndum bókum eftir sænska höfundinn Mari Jungstedt. Leikkonan hefur ekki verið ein á tökustað, með henni eru maðurinn hennar og nýfætt barn. „Og það kippir sér enginn upp við það þegar ég þarf að gefa því að drekka á milli atriða." Þetta er sjötta árið í röð sem Sólveig leikur í þáttunum en þeir hafa notið mikilla vinsælda í Þýskalandi. „Síðasti þáttur mældist til að mynda með yfir tuttugu prósent áhorf sem þykir nokkuð gott í 90 milljóna samfélagi." Þeir hafa jafnframt verið sýndir í öðrum þýskumælandi löndum eins og Austurríki og svo í Skandinavíu. Og leikkonan er orðin nokkuð fræg fyrir leik sinn í þýsku sjónvarpi, hún er stundum stoppuð úti á götu og beðin um eiginhandaáritun. Flestir þættir á þýskum sjónvarpsstöðvum sem ekki eru leiknir á móðurmálinu eru talsettir. Og þar sem lunginn úr leikaraliði þáttanna er frá Norðurlöndunum eru þeir með þýskan talsetjara. Nema Sólveig, hún talar sína þýsku án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar enda menntuð í Berlín og hefur verið með annan fótinn þar. „Ég hef alltaf unnið mikið í Þýskalandi og það er frábært að geta unnið bæði þar og heima." - fgg
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“