Innlent

Fyrst í sínum flokki til að fá vottun

Vottað Akraborg fékk á dögunum alþjóðlega gæðavottun. Á myndinni sést Rolf Hákon Arnarson framkvæmdastjóri taka á móti vottuninni úr höndum Gústafs Helga Hjálmarssonar framkvæmdastjóra Matvæla- og gæðakerfa.
Vottað Akraborg fékk á dögunum alþjóðlega gæðavottun. Á myndinni sést Rolf Hákon Arnarson framkvæmdastjóri taka á móti vottuninni úr höndum Gústafs Helga Hjálmarssonar framkvæmdastjóra Matvæla- og gæðakerfa.
Fiskvinnslufyrirtækið Akraborg ehf. á Akranesi fékk á dögunum alþjóðlega gæðavottun frá International Food Standard (IFS).

Akraborg sérhæfir sig í framleiðslu á niðursoðinni þorsklifur og tengdum afurðum og er, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu, fyrsti framleiðandi sinnar tegundar á heimsvísu til að fá IFS-vottun.

Vottunin er sögð mikilvæg fyrir Akraborg þar sem flestar stærstu verslanakeðjurnar í Evrópu geri kröfu um slíkt frá birgjum sínum.

Fyrirtækið hlaut fyrr á árinu umhverfisvottun frá Marine Stewardship Council.

Í tilkynningunni segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, að þetta sé ánægjulegur áfangi.

„IFS vottun styður enn frekar við sölumál fyrirtækisins og opnar nýjar dyr. Þá veitir staðallinn okkur sjálfum aðhald í gæðamálum og tryggir að við stefnum áfram á mestu gæði.“

Uppbygging gæðakerfisins og undirbúningurinn fyrir IFS vottunina var unnin í samstarfi við Matvæla- og gæðakerfi ehf.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×