Opnar kaffihús á besta stað í Kaupmannahöfn 24. mars 2011 12:00 Góð stemming fyrir öllu Dóra Dúna lýsir kaffihúsinu sínu, The Log Lady, sem góðri blöndu af kósí kaffihúsi og menningarlegum vínbar með heimilislegu yfirbragði. Fréttablaðið/Anikalori „Staðurinn er svona góð blanda af kósí kaffihúsi og menningarlegum vínbar,“ segir Dóra Dúna Sighvatsdóttir en hún opnaði á dögunum kaffihúsið The Log Lady á besta stað í miðbæ Kaupmannahafnar, nánar tiltekið við á Studiestræde, hliðargötu af verslunargötunni frægu, Strikinu. Dóra á og rekur kaffihúsið með vinkonu sinni Henriette og hefur verið mikið að gera síðan þær opnuðu „Við getum alls ekki kvartað yfir viðtökunum og þetta er ótrúlega gaman,“ segir Dóra. Hún er alls ekki ókunn barrekstri en hún opnaði á sínum tíma barinn Jolene með nöfnu sinni Takefusa. Það virðist vera eins konar tískubóla hjá Íslendingum að opna kaffihús eða bar um leið og þeir flytja til Kaupmannahafnar, kann Dóra Dúna einhverja útskýringu á því? „Nei, ætli það sé ekki bara tilviljun. Það er allavega ekki auðveldara ferli hér en heima. Allt tekur miklu lengri tíma hérna enda Danir ekki þekktir fyrir að flýta sér og öll leyfi renna mjög hægt í gegnum kerfið. Mér finnst samt mjög gaman að standa í þessu.“ Í fyrra seldi hún sinn hlut í Jolene-barnum, sem henni fannst vera búinn að missa sjarmann, og hóf þá að leggja drög að kaffihúsinu. „Mig langaði að opna stað sem var meira fullorðins og menningarlegri. Við ætlum til dæmis að bjóða upp á ljóðaupplestur, fræðandi fyrirlestra og sérstök spákonukvöld,“ segir hún en nafn staðarins, The Log Lady, er komið frá sjónvarpsþáttunum vinsælu Twin Peaks sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Ég elska þessa þætti og karakterinn sem gengur undir nafninu The Log Lady er svona spákona sem er sjúk í tré og við reyndum að taka mið af því þegar við hönnuðum staðinn sem er kannski smá eins og notalegur sumarbústaður.“ Dóra Dúna fékk einmitt hugmynd að hönnuninni frá plötusnúðnum og klipparanum Jóni Atla Helgasyni en hann er nýfluttur til Kaupmannahafnar og ætlar eitthvað að þeyta skífum fyrir gesti staðarins í framtíðinni. „Hann er svo skemmtilegur og kom með margar frábærar hugmyndir. Við erum til dæmis með einn vegg sem heitir fermingarveggurinn og báðum alla vini okkar um koma með fermingarmyndir af sér og hengja upp á vegg. Það er mjög fyndið þar sem flestir geta nú verið sammála um að maður er ekki á sínu fallegasta skeiði í kringum fermingaraldurinn. Þessi veggur fær mann allavega til að brosa.“ Dóra Dúna hefur nú búið í Danmörku í fjögur ár og líkar vel. Hún er búin að koma sér vel fyrir í borginni þar sem hún býr ásamt kærustu sinni Djunu Barnes, sem er ein af frægustu plötusnúðum Danmerkur. „Ég er komin til að vera og held að ég geti hiklaust sagt að ég muni aldrei flytja aftur til Íslands.Tækifærin leynast frekar hér en heima,“ segir Dóra Dúna áður en hún snýr sér aftur að kaffiþyrstum gestunum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Staðurinn er svona góð blanda af kósí kaffihúsi og menningarlegum vínbar,“ segir Dóra Dúna Sighvatsdóttir en hún opnaði á dögunum kaffihúsið The Log Lady á besta stað í miðbæ Kaupmannahafnar, nánar tiltekið við á Studiestræde, hliðargötu af verslunargötunni frægu, Strikinu. Dóra á og rekur kaffihúsið með vinkonu sinni Henriette og hefur verið mikið að gera síðan þær opnuðu „Við getum alls ekki kvartað yfir viðtökunum og þetta er ótrúlega gaman,“ segir Dóra. Hún er alls ekki ókunn barrekstri en hún opnaði á sínum tíma barinn Jolene með nöfnu sinni Takefusa. Það virðist vera eins konar tískubóla hjá Íslendingum að opna kaffihús eða bar um leið og þeir flytja til Kaupmannahafnar, kann Dóra Dúna einhverja útskýringu á því? „Nei, ætli það sé ekki bara tilviljun. Það er allavega ekki auðveldara ferli hér en heima. Allt tekur miklu lengri tíma hérna enda Danir ekki þekktir fyrir að flýta sér og öll leyfi renna mjög hægt í gegnum kerfið. Mér finnst samt mjög gaman að standa í þessu.“ Í fyrra seldi hún sinn hlut í Jolene-barnum, sem henni fannst vera búinn að missa sjarmann, og hóf þá að leggja drög að kaffihúsinu. „Mig langaði að opna stað sem var meira fullorðins og menningarlegri. Við ætlum til dæmis að bjóða upp á ljóðaupplestur, fræðandi fyrirlestra og sérstök spákonukvöld,“ segir hún en nafn staðarins, The Log Lady, er komið frá sjónvarpsþáttunum vinsælu Twin Peaks sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Ég elska þessa þætti og karakterinn sem gengur undir nafninu The Log Lady er svona spákona sem er sjúk í tré og við reyndum að taka mið af því þegar við hönnuðum staðinn sem er kannski smá eins og notalegur sumarbústaður.“ Dóra Dúna fékk einmitt hugmynd að hönnuninni frá plötusnúðnum og klipparanum Jóni Atla Helgasyni en hann er nýfluttur til Kaupmannahafnar og ætlar eitthvað að þeyta skífum fyrir gesti staðarins í framtíðinni. „Hann er svo skemmtilegur og kom með margar frábærar hugmyndir. Við erum til dæmis með einn vegg sem heitir fermingarveggurinn og báðum alla vini okkar um koma með fermingarmyndir af sér og hengja upp á vegg. Það er mjög fyndið þar sem flestir geta nú verið sammála um að maður er ekki á sínu fallegasta skeiði í kringum fermingaraldurinn. Þessi veggur fær mann allavega til að brosa.“ Dóra Dúna hefur nú búið í Danmörku í fjögur ár og líkar vel. Hún er búin að koma sér vel fyrir í borginni þar sem hún býr ásamt kærustu sinni Djunu Barnes, sem er ein af frægustu plötusnúðum Danmerkur. „Ég er komin til að vera og held að ég geti hiklaust sagt að ég muni aldrei flytja aftur til Íslands.Tækifærin leynast frekar hér en heima,“ segir Dóra Dúna áður en hún snýr sér aftur að kaffiþyrstum gestunum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira