Lífið

ASA fagnar útgáfu

útgáfutónleikar Andrés Þór Gunnlaugsson og félagar í ASA Tríói halda útgáfutónleika í kvöld.
útgáfutónleikar Andrés Þór Gunnlaugsson og félagar í ASA Tríói halda útgáfutónleika í kvöld.
Hljómsveitin ASA Tríó heldur útgáfutónleika í Slippsalnum í kvöld vegna plötunnar ASA Trio Plays the Music of Thelonious Monk sem er nýkominn út. Þar er að finna tónlist eftir bandaríska píanistann og tónskáldið Thelonious Monk sem lést árið 1982. Þetta er fyrsta plata tríósins, sem samanstendur af þeim Andrési Þór Gunnlaugssyni á gítar, Scott McLemore á trommur og Agnari Má Magnússyni á hammond orgel.

Tríóið hefur áður gefið út niðurhal af tvennum tónleikaupptökum á vefsíðu sinni asa-trio.com. Önnur upptakan er með plötunni A Love Supreme með John Coltrane og hin með blandaðri efnisskrá. Útgáfutónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Nýja platan verður í boði á tilboðsverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.