Jack Black tekur við Næturvaktinni í Hollywood 12. janúar 2011 09:00 Vaktagengið hefur grínast með það að ef einhver Hollywood-stjarna ætti að leika Pétur Jóhann þá væri það Jack Black. „Þetta hljómar vel. Ég hafði reyndar ekki heyrt af þessu. Maður hætti að fylgjast með þessu eftir síðasta pilot-tímabil," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ævintýri Næturvaktarinnar í Ameríku virðist síður en svo lokið. Gamanleikarinn Jack Black og framleiðslufyrirtæki hans, Electric Dynamite, hefur nú tekið þá Georg, Ólaf Ragnar og Daníel að sér. Black og hans menn ætla að þróa handrit eftir Næturvaktinni fyrir Saga Film og bandaríska framleiðslufyrirtækið Reveille sem á endurgerðarréttinn í Bandaríkjunum. Handritshöfundinum Michael Diliberti hefur verið falið að vinna nýtt handrit upp úr þáttunum en hann á heiðurinn að handriti myndarinnar 30 Minutes or Less sem skartar Jesse Eisenberg úr Social Network í aðalhlutverki. Ragnar, sem vinnur nú að nýrri sjónvarpsþáttaröð fyrir Stöð 2, segir að það yrði vissulega mikið fagnaðarefni ef ráðist yrði í gerð amerísku útgáfunnar af Næturvaktinni. „Þetta er hins vegar allt svo flókið í Bandaríkjunum, svo mikið bákn og langar leiðir sem þarf að fara." Eitt og hálft ár er liðið síðan fréttir bárust af landvinningum Næturvaktarinnar í Bandaríkjunum. Fox-sjónvarpsstöðin keypti sýningarréttinn að endurgerðinni og handritshöfundurinn Adam Barr skrifaði handrit að svokölluðum „prufu-þætti" eða pilot sem notaður er til að sjá hvort viðkomandi efni hentar fyrir sjónvarp eða ekki. Og það fór svo að stjórnendur Fox ákváðu að ráðast ekki í gerð prufu-þáttarins. Jack Black gerði samning við Reveille í apríl á þessu ári um að hann kæmi með hugmyndir að gaman-, raunveruleika- og teiknimyndaþáttum fyrir sjónvarp og leikarinn virðist hafa fallið fyrir íslenska gríninu sem hreif þjóðina með sér á sínum tíma. Ragnar kveðst vera hrifinn af Jack Black og segir hann ekki ókunnugan Næturvaktar-hópnum. „Við höfum oft grínast með það í gegnum tíðina að ef einhver Hollywood-stjarna ætti að leika Pétur Jóhann þá væri það hann." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
„Þetta hljómar vel. Ég hafði reyndar ekki heyrt af þessu. Maður hætti að fylgjast með þessu eftir síðasta pilot-tímabil," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ævintýri Næturvaktarinnar í Ameríku virðist síður en svo lokið. Gamanleikarinn Jack Black og framleiðslufyrirtæki hans, Electric Dynamite, hefur nú tekið þá Georg, Ólaf Ragnar og Daníel að sér. Black og hans menn ætla að þróa handrit eftir Næturvaktinni fyrir Saga Film og bandaríska framleiðslufyrirtækið Reveille sem á endurgerðarréttinn í Bandaríkjunum. Handritshöfundinum Michael Diliberti hefur verið falið að vinna nýtt handrit upp úr þáttunum en hann á heiðurinn að handriti myndarinnar 30 Minutes or Less sem skartar Jesse Eisenberg úr Social Network í aðalhlutverki. Ragnar, sem vinnur nú að nýrri sjónvarpsþáttaröð fyrir Stöð 2, segir að það yrði vissulega mikið fagnaðarefni ef ráðist yrði í gerð amerísku útgáfunnar af Næturvaktinni. „Þetta er hins vegar allt svo flókið í Bandaríkjunum, svo mikið bákn og langar leiðir sem þarf að fara." Eitt og hálft ár er liðið síðan fréttir bárust af landvinningum Næturvaktarinnar í Bandaríkjunum. Fox-sjónvarpsstöðin keypti sýningarréttinn að endurgerðinni og handritshöfundurinn Adam Barr skrifaði handrit að svokölluðum „prufu-þætti" eða pilot sem notaður er til að sjá hvort viðkomandi efni hentar fyrir sjónvarp eða ekki. Og það fór svo að stjórnendur Fox ákváðu að ráðast ekki í gerð prufu-þáttarins. Jack Black gerði samning við Reveille í apríl á þessu ári um að hann kæmi með hugmyndir að gaman-, raunveruleika- og teiknimyndaþáttum fyrir sjónvarp og leikarinn virðist hafa fallið fyrir íslenska gríninu sem hreif þjóðina með sér á sínum tíma. Ragnar kveðst vera hrifinn af Jack Black og segir hann ekki ókunnugan Næturvaktar-hópnum. „Við höfum oft grínast með það í gegnum tíðina að ef einhver Hollywood-stjarna ætti að leika Pétur Jóhann þá væri það hann." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Seldi íbúðina og setti allt í Bitcoin „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira