Jack Black tekur við Næturvaktinni í Hollywood 12. janúar 2011 09:00 Vaktagengið hefur grínast með það að ef einhver Hollywood-stjarna ætti að leika Pétur Jóhann þá væri það Jack Black. „Þetta hljómar vel. Ég hafði reyndar ekki heyrt af þessu. Maður hætti að fylgjast með þessu eftir síðasta pilot-tímabil," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ævintýri Næturvaktarinnar í Ameríku virðist síður en svo lokið. Gamanleikarinn Jack Black og framleiðslufyrirtæki hans, Electric Dynamite, hefur nú tekið þá Georg, Ólaf Ragnar og Daníel að sér. Black og hans menn ætla að þróa handrit eftir Næturvaktinni fyrir Saga Film og bandaríska framleiðslufyrirtækið Reveille sem á endurgerðarréttinn í Bandaríkjunum. Handritshöfundinum Michael Diliberti hefur verið falið að vinna nýtt handrit upp úr þáttunum en hann á heiðurinn að handriti myndarinnar 30 Minutes or Less sem skartar Jesse Eisenberg úr Social Network í aðalhlutverki. Ragnar, sem vinnur nú að nýrri sjónvarpsþáttaröð fyrir Stöð 2, segir að það yrði vissulega mikið fagnaðarefni ef ráðist yrði í gerð amerísku útgáfunnar af Næturvaktinni. „Þetta er hins vegar allt svo flókið í Bandaríkjunum, svo mikið bákn og langar leiðir sem þarf að fara." Eitt og hálft ár er liðið síðan fréttir bárust af landvinningum Næturvaktarinnar í Bandaríkjunum. Fox-sjónvarpsstöðin keypti sýningarréttinn að endurgerðinni og handritshöfundurinn Adam Barr skrifaði handrit að svokölluðum „prufu-þætti" eða pilot sem notaður er til að sjá hvort viðkomandi efni hentar fyrir sjónvarp eða ekki. Og það fór svo að stjórnendur Fox ákváðu að ráðast ekki í gerð prufu-þáttarins. Jack Black gerði samning við Reveille í apríl á þessu ári um að hann kæmi með hugmyndir að gaman-, raunveruleika- og teiknimyndaþáttum fyrir sjónvarp og leikarinn virðist hafa fallið fyrir íslenska gríninu sem hreif þjóðina með sér á sínum tíma. Ragnar kveðst vera hrifinn af Jack Black og segir hann ekki ókunnugan Næturvaktar-hópnum. „Við höfum oft grínast með það í gegnum tíðina að ef einhver Hollywood-stjarna ætti að leika Pétur Jóhann þá væri það hann." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Þetta hljómar vel. Ég hafði reyndar ekki heyrt af þessu. Maður hætti að fylgjast með þessu eftir síðasta pilot-tímabil," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ævintýri Næturvaktarinnar í Ameríku virðist síður en svo lokið. Gamanleikarinn Jack Black og framleiðslufyrirtæki hans, Electric Dynamite, hefur nú tekið þá Georg, Ólaf Ragnar og Daníel að sér. Black og hans menn ætla að þróa handrit eftir Næturvaktinni fyrir Saga Film og bandaríska framleiðslufyrirtækið Reveille sem á endurgerðarréttinn í Bandaríkjunum. Handritshöfundinum Michael Diliberti hefur verið falið að vinna nýtt handrit upp úr þáttunum en hann á heiðurinn að handriti myndarinnar 30 Minutes or Less sem skartar Jesse Eisenberg úr Social Network í aðalhlutverki. Ragnar, sem vinnur nú að nýrri sjónvarpsþáttaröð fyrir Stöð 2, segir að það yrði vissulega mikið fagnaðarefni ef ráðist yrði í gerð amerísku útgáfunnar af Næturvaktinni. „Þetta er hins vegar allt svo flókið í Bandaríkjunum, svo mikið bákn og langar leiðir sem þarf að fara." Eitt og hálft ár er liðið síðan fréttir bárust af landvinningum Næturvaktarinnar í Bandaríkjunum. Fox-sjónvarpsstöðin keypti sýningarréttinn að endurgerðinni og handritshöfundurinn Adam Barr skrifaði handrit að svokölluðum „prufu-þætti" eða pilot sem notaður er til að sjá hvort viðkomandi efni hentar fyrir sjónvarp eða ekki. Og það fór svo að stjórnendur Fox ákváðu að ráðast ekki í gerð prufu-þáttarins. Jack Black gerði samning við Reveille í apríl á þessu ári um að hann kæmi með hugmyndir að gaman-, raunveruleika- og teiknimyndaþáttum fyrir sjónvarp og leikarinn virðist hafa fallið fyrir íslenska gríninu sem hreif þjóðina með sér á sínum tíma. Ragnar kveðst vera hrifinn af Jack Black og segir hann ekki ókunnugan Næturvaktar-hópnum. „Við höfum oft grínast með það í gegnum tíðina að ef einhver Hollywood-stjarna ætti að leika Pétur Jóhann þá væri það hann." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira