Að sögn Ölmu Guðmundsdóttur, söngkonu í The Charlies, gengu tónleikarnir vel og var stemningin sömuleiðis mjög góð. „Þetta var eiginlega prufukeyrsla á því sem við ætlum að gera í framtíðinni og þetta gekk vonum framar," segir hún.
Þegar hún er spurð út í búningana sem stúlkurnar klæddust segir hún þá hannaða af Elísabetu Ingu Kristófersdóttur. „Hún er að læra fatahönnun úti í Seattle og við ákváðum að prófa að vinna með henni að þessari sýningu og við munum örugglega halda því áfram, enda er hún alveg ótrúlega fær."
Stúlkurnar halda aftur utan til Bandaríkjanna á mánudaginn þar sem þær munu halda áfram að vinna að sinni fyrstu breiðskífu.
sara@frettabladid.is




