Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála 4. mars 2011 11:03 Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. Þórður var þriðja vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Þórður bar fyrir dómi að hann hafi ekki vitað að það væri að kröfu breska fjármálaeftirlitsins sem til stæði að færa innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi í dótturfélag heldur stóð hann í þeirri trú, og sagðist hafa fengið þær upplýsingar frá sínu samstarfsfólki, að viðræður væru í gangi, að frumkvæði Landsbankans, um að færa innistæðurnar í dótturfélag. Þórður haf því ekki vitað að breska fjármálaeftirlitið væri að setja hömlur á starfsemi bankans. „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri frá FSA," sagði Þórður og á þar við breska fjármálaeftirlitið, Financial Services Authority. Spurður af saksóknara hvort hann líti svo á að honum hafi verið haldið utan við raunverulegan gang mála, svaraði Þórður: „Augljóslega, miðað við þær upplýsingar sem maður hefur í dag." Saksóknari spurði hann einnig hvort hann hefði á þessum tíma haft fullnægjandi upplýsingar til að meta hverjir teldust innherjar. „Augljóslega ekki," svaraði Þórður. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik með því að hagnýta trúnaðarupplýsingar í eign þágu þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna skömmu fyrir bankahrun. Tengdar fréttir Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44 Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26 Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2. mars 2011 10:23 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar. Þórður var þriðja vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Þórður bar fyrir dómi að hann hafi ekki vitað að það væri að kröfu breska fjármálaeftirlitsins sem til stæði að færa innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi í dótturfélag heldur stóð hann í þeirri trú, og sagðist hafa fengið þær upplýsingar frá sínu samstarfsfólki, að viðræður væru í gangi, að frumkvæði Landsbankans, um að færa innistæðurnar í dótturfélag. Þórður haf því ekki vitað að breska fjármálaeftirlitið væri að setja hömlur á starfsemi bankans. „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri frá FSA," sagði Þórður og á þar við breska fjármálaeftirlitið, Financial Services Authority. Spurður af saksóknara hvort hann líti svo á að honum hafi verið haldið utan við raunverulegan gang mála, svaraði Þórður: „Augljóslega, miðað við þær upplýsingar sem maður hefur í dag." Saksóknari spurði hann einnig hvort hann hefði á þessum tíma haft fullnægjandi upplýsingar til að meta hverjir teldust innherjar. „Augljóslega ekki," svaraði Þórður. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik með því að hagnýta trúnaðarupplýsingar í eign þágu þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna skömmu fyrir bankahrun.
Tengdar fréttir Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44 Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30 Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26 Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2. mars 2011 10:23 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram. 4. mars 2011 09:44
Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35
Aðalmeðferð í máli Baldurs fram haldið á föstudag Framhaldi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, hefur verið frestað fram á föstudag. Skýrslutökur drógust mjög á langinn í dag, til að mynda gaf Baldur skýrslu í hálfa aðra klukkustund í stað áætlaðrar klukkustundar, og því var ákveðið að boða hluta þeirra fyrir dóm á föstudag sem bera áttu vitni í dag. 2. mars 2011 14:30
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20
Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57
Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51
Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. 4. mars 2011 10:26
Lykilfólk í hruninu ber vitni í Baldursmálinu Ráðgert er að sjö manns beri vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem fram fer aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. 2. mars 2011 10:23