Spennandi plötur á nýju ári 4. janúar 2011 00:00 Fjölmargar hljómsveitir og listamenn hafa þegar tilkynnt um plötur sem koma út á árinu. Atli Fannar Bjarkason skoðaði sex væntanlegar plötur sem eiga eftir að vekja eftirtekt. The Strokes - ónefnd Útgáfudagur: 11. mars Fylgir eftir: First Impressions of Earth (2006) Aðdáendur The Strokes bíða með mikilli eftirvæntingu eftir fjórðu plötu hljómsveitarinnar. Vinna við plötuna hófst í janúar árið 2009 þegar söngvarinn Julian Casablancas og gítarleikarinn Nick Valensi hittust til að semja lög. Ýmislegt hefur gengið á síðan og hljómsveitin fékk upptökustjórann Joe Chicarelli, sem hefur meðal annars unnið með Beck og U2. Hljómsveitin ætlar nýjar leiðir á plötunni og hefur lýst tónlistinni sem blöndu af rokki frá áttunda áratugnum og einhvers konar framtíðartónlist. Platan var tilbúin í nóvember, en kemur þrátt fyrir það ekki út fyrr en í mars.Coldplay - ónefnd Útgáfudagur: Óvíst Fylgir eftir: Viva La Vida or Death and All His Friends (2008) Coldplay vinnur nú að fimmtu plötunni sinni ásamt tónlistarmanninum Brian Eno. Í desember árið 2009 var sagt frá því að upptökur stæðu fyrir dyrum í kirkju í London, en þær hafa færst yfir í nýtt hljóðver hljómsveitarinnar. Platan ku vera minna rafmögnuð en síðasta plata og hljóma almennt allt öðruvísi en sú.White Lies - Ritual Útgáfudagur: 17. janúar Fylgir eftir: To Lose My Life... (2009) Hljómsveitin White Lies náði talsverðum vinsældum í kjölfar útgáfu To Lose My Life.... sem kom út árið 2009. Hljómsveitin er undir áhrifum frá Joy Division og yngri hljómsveitum á borð við Editors og Interpol. Miðað við lagið Bigger Than Us, sem er það fyrsta sem heyrðist af nýju plötunni, er von á meira af því sama á plötunni Ritual.Beady Eye - Different Gear, Still Speeding Útgáfudagur: 28. febrúar Fylgir eftir: Ferli Oasis Beady Eye varð til þegar Oasis-bræðurnir Noel og Liam Gallagher hættu að geta unnið saman. Liam Gallagher leiðir hljómsveitina, sem er tilbúin með risavaxna 15 laga plötu. Gallagher segir hana innihalda lög sem eru jafn góð eða betri en lögin á Definitely Maybe-plötu Oasis. Búast má við hreinræktuðu britpoppi frá mönnum sem kunna leikinn.Lil Wayne - Tha Carter IV Útgáfudagur: Febrúar Fylgir eftir: Rebirth (2010) Lil Wayne er einn allra afkastamesti tónlistarmaður heims um þessar mundir. Hann gaf út tvær plötur í fyrra og hefur gefið út átta plötur á tíu árum. Hann byrjaði á Tha Carter IV þegar hann losnaði úr fangelsi í nóvember og gaf aðeins mánuði síðar út fyrstu smáskífuna sem verður á nýju plötunni, 6 Foot 7 Foot. Lagið er sagt vera eins og smellurinn A Milli á sterum.Lady Gaga - Born This Way Útgáfudagur: Mars/apríl Fylgir eftir: The Fame Monster (2009) Lady Gaga varð á skömmum tíma ein allra vinsælasta söngkona heims. Hún hefur látið hafa eftir sér að nýja platan verði „plata áratugarins" og hún muni innihalda allt að 20 lög. Lady Gaga hefur flutt tvö lög af plötunni á tónleikaferðum sínum um heiminn; You and I og Born This Way. Elton John segir það síðarnefnda vera hið nýja I Will Survive og taka við sem þjóðsöngur samkynhneigðra. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Fjölmargar hljómsveitir og listamenn hafa þegar tilkynnt um plötur sem koma út á árinu. Atli Fannar Bjarkason skoðaði sex væntanlegar plötur sem eiga eftir að vekja eftirtekt. The Strokes - ónefnd Útgáfudagur: 11. mars Fylgir eftir: First Impressions of Earth (2006) Aðdáendur The Strokes bíða með mikilli eftirvæntingu eftir fjórðu plötu hljómsveitarinnar. Vinna við plötuna hófst í janúar árið 2009 þegar söngvarinn Julian Casablancas og gítarleikarinn Nick Valensi hittust til að semja lög. Ýmislegt hefur gengið á síðan og hljómsveitin fékk upptökustjórann Joe Chicarelli, sem hefur meðal annars unnið með Beck og U2. Hljómsveitin ætlar nýjar leiðir á plötunni og hefur lýst tónlistinni sem blöndu af rokki frá áttunda áratugnum og einhvers konar framtíðartónlist. Platan var tilbúin í nóvember, en kemur þrátt fyrir það ekki út fyrr en í mars.Coldplay - ónefnd Útgáfudagur: Óvíst Fylgir eftir: Viva La Vida or Death and All His Friends (2008) Coldplay vinnur nú að fimmtu plötunni sinni ásamt tónlistarmanninum Brian Eno. Í desember árið 2009 var sagt frá því að upptökur stæðu fyrir dyrum í kirkju í London, en þær hafa færst yfir í nýtt hljóðver hljómsveitarinnar. Platan ku vera minna rafmögnuð en síðasta plata og hljóma almennt allt öðruvísi en sú.White Lies - Ritual Útgáfudagur: 17. janúar Fylgir eftir: To Lose My Life... (2009) Hljómsveitin White Lies náði talsverðum vinsældum í kjölfar útgáfu To Lose My Life.... sem kom út árið 2009. Hljómsveitin er undir áhrifum frá Joy Division og yngri hljómsveitum á borð við Editors og Interpol. Miðað við lagið Bigger Than Us, sem er það fyrsta sem heyrðist af nýju plötunni, er von á meira af því sama á plötunni Ritual.Beady Eye - Different Gear, Still Speeding Útgáfudagur: 28. febrúar Fylgir eftir: Ferli Oasis Beady Eye varð til þegar Oasis-bræðurnir Noel og Liam Gallagher hættu að geta unnið saman. Liam Gallagher leiðir hljómsveitina, sem er tilbúin með risavaxna 15 laga plötu. Gallagher segir hana innihalda lög sem eru jafn góð eða betri en lögin á Definitely Maybe-plötu Oasis. Búast má við hreinræktuðu britpoppi frá mönnum sem kunna leikinn.Lil Wayne - Tha Carter IV Útgáfudagur: Febrúar Fylgir eftir: Rebirth (2010) Lil Wayne er einn allra afkastamesti tónlistarmaður heims um þessar mundir. Hann gaf út tvær plötur í fyrra og hefur gefið út átta plötur á tíu árum. Hann byrjaði á Tha Carter IV þegar hann losnaði úr fangelsi í nóvember og gaf aðeins mánuði síðar út fyrstu smáskífuna sem verður á nýju plötunni, 6 Foot 7 Foot. Lagið er sagt vera eins og smellurinn A Milli á sterum.Lady Gaga - Born This Way Útgáfudagur: Mars/apríl Fylgir eftir: The Fame Monster (2009) Lady Gaga varð á skömmum tíma ein allra vinsælasta söngkona heims. Hún hefur látið hafa eftir sér að nýja platan verði „plata áratugarins" og hún muni innihalda allt að 20 lög. Lady Gaga hefur flutt tvö lög af plötunni á tónleikaferðum sínum um heiminn; You and I og Born This Way. Elton John segir það síðarnefnda vera hið nýja I Will Survive og taka við sem þjóðsöngur samkynhneigðra.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira