Lífið

Svíaprinsessa á von á barni

Viktoría, krónprinsessa Svía, og Daníel prins eiga von á sínu fyrsta barni í mars á næsta ári. Nordicphotos/getty
Viktoría, krónprinsessa Svía, og Daníel prins eiga von á sínu fyrsta barni í mars á næsta ári. Nordicphotos/getty
Sænska þjóðin er í skýjunum eftir að Viktoría krónprinsessa og Daníel prins tilkynntu að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Barnið er væntanlegt í mars á næsta ári og prinsessan því rétt komin þrjá mánuði á leið.

Barnið verður fyrsta barnabarn Karls Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar. Viktoría prinsessa og Daníel giftu sig með pompi og prakt í fyrrasumar og prinsessan hefur aldrei dulið löngun sína í að stofna fjölskyldu sem fyrst.

Sænsku netmiðlarnir fóru á flug á miðvikudaginn þegar tilkynning barst frá konungsfjölskyldunni og reiknuðu út að barnið hefði hugsanlega verið getið á sænska þjóðhátíðardaginn, 6. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.