Enski boltinn

Eigandi Liverpool: Dýr hópur en lítil gæði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John W. Henry
John W. Henry
John W. Henry, eigandi Liverpool, segir að ýmislegt hafi komið sér á óvart hjá Liverpool. Meðal annars hvað félagið skuldar mikið og hversu lítil breidd sé í leikmannahópi félagsins.

Henry tók yfir félagið í október síðastliðnum er hann tók við stjórnartaumunum af löndum sínum, Tom Hicks og George Gillett.

"Það sem kom mér mest á óvart var hversu lítil breidd er í liðinu. Þess utan var hópurinn mjög dýr miðað við hversu lítil gæði voru til staðar," sagði Henry við 442-tímaritið.

Henry ætlar sér að lyfta Liverpool til vegs og virðingar á nýjan leik.

"Aðalmarkmiðið er að vinna deildina. Ef við náum því markmiði verðum við betur í stakk búnir til þess að  vinna á öðrum stöðum."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.