Vantar 22 heimilislækna í Reykjavík - 4 vikna bið eftir tíma 10. desember 2011 20:30 Tuttugu og tvo heimilislækna vantar á heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Stjórnamaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir stefna í óefni en í dag getur fólk þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir tíma hjá sínum heimilislækni. Lengi hefur verið skortur á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu og fáir nýjir læknar bæst í hóp þeirra sem fyrir eru. Heimilslæknar telja stöðuna hafa versnað mikið eftir hrun. Meðalaldur heimilslækna í borginni hefur farið hækkandi og er nú um fimmtíu og fimm ár. „Það er útlit fyrir það að fjörtíu prósent læknanna á höfuðborgarsvæðinu, sem að eru í föstum stöðum, nái ellilífeyrisaldri á næstu tíu árum og sextíu og fimm prósent á næstu fimmtán árum. Þannig að það mun þurfa verulega endurnýjun og við erum ekki að sjá að sú endurnýjun sé í gangi. Þannig að staðan er ekki góð í dag og stefnir í að verða enn verri á næstu árum," segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heilsugæslulæknir. Þannig hafi fáir sérhæft sig í heimilislækningum á undanförnum árum og þeir sem fara út í nám velja oftar að dvelja þar í lengri tíma en áður. „Ef maður miðar við fimmtán hundruð manns á lækni hér á höfuðborgarsvæðinu þá vantar í dag 22 lækna miðað við stöðuna í dag. Ef nýliðunin verður ekki þá mun sú tala aukast," segir Gunnlaugur. Þá þarf fólk oft að bíða lengi eftir því að hitta sinn heimilislækni. „Ef fólk ætlar að fara að hitta þann lækni sem það kýs, eða er þeirra læknir, þá er biðin örugglega frá einni upp í fjórar vikur." Gunnlaugur situr í stjórn Félags íslenskra heimilislækna og segir hann lækna sem starfa á heilsugæslustöðvum borgarinnar almennt hafa áhyggjur af stöðunni. Þeir ræddu hana til að mynda á fundi hjá Læknafélagi Reykjavíkur í síðustu viku. Reglulega sé auglýst eftir læknum en enginn sæki hins vegar um. „Maður hefur áhyggjur af því að heilsugæslan stefni í óefni. Við höfum haft áhyggjur af því að ef það verður ekki þeim mun meiri nýliðun núna á allra næstu árum þá þarf að fara velta því fyrir sér hvort að heilsugæslan sé eitthvað sem geti staðið til framtíðar." Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Tuttugu og tvo heimilislækna vantar á heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Stjórnamaður í Félagi íslenskra heimilislækna segir stefna í óefni en í dag getur fólk þurft að bíða í allt að fjórar vikur eftir tíma hjá sínum heimilislækni. Lengi hefur verið skortur á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu og fáir nýjir læknar bæst í hóp þeirra sem fyrir eru. Heimilslæknar telja stöðuna hafa versnað mikið eftir hrun. Meðalaldur heimilslækna í borginni hefur farið hækkandi og er nú um fimmtíu og fimm ár. „Það er útlit fyrir það að fjörtíu prósent læknanna á höfuðborgarsvæðinu, sem að eru í föstum stöðum, nái ellilífeyrisaldri á næstu tíu árum og sextíu og fimm prósent á næstu fimmtán árum. Þannig að það mun þurfa verulega endurnýjun og við erum ekki að sjá að sú endurnýjun sé í gangi. Þannig að staðan er ekki góð í dag og stefnir í að verða enn verri á næstu árum," segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heilsugæslulæknir. Þannig hafi fáir sérhæft sig í heimilislækningum á undanförnum árum og þeir sem fara út í nám velja oftar að dvelja þar í lengri tíma en áður. „Ef maður miðar við fimmtán hundruð manns á lækni hér á höfuðborgarsvæðinu þá vantar í dag 22 lækna miðað við stöðuna í dag. Ef nýliðunin verður ekki þá mun sú tala aukast," segir Gunnlaugur. Þá þarf fólk oft að bíða lengi eftir því að hitta sinn heimilislækni. „Ef fólk ætlar að fara að hitta þann lækni sem það kýs, eða er þeirra læknir, þá er biðin örugglega frá einni upp í fjórar vikur." Gunnlaugur situr í stjórn Félags íslenskra heimilislækna og segir hann lækna sem starfa á heilsugæslustöðvum borgarinnar almennt hafa áhyggjur af stöðunni. Þeir ræddu hana til að mynda á fundi hjá Læknafélagi Reykjavíkur í síðustu viku. Reglulega sé auglýst eftir læknum en enginn sæki hins vegar um. „Maður hefur áhyggjur af því að heilsugæslan stefni í óefni. Við höfum haft áhyggjur af því að ef það verður ekki þeim mun meiri nýliðun núna á allra næstu árum þá þarf að fara velta því fyrir sér hvort að heilsugæslan sé eitthvað sem geti staðið til framtíðar."
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira