46 þúsund felldar niður - verðtryggingin hækkaði um 800 þúsund Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. desember 2011 19:00 Lítil fjölskylda í blokkaríbúð í Reykjavík fékk fyrir skömmu lækkun á láni frá Íbúðalánasjóði - lánið var lækkað um 46 þúsund krónur. Á sama tíma hækkaði verðtryggingin lánið um 800 þúsund krónur. Fjölskyldan býr í tæplega sjötíu fermetra blokkaríbúð. Þau eru með lán frá Íbúðalánasjóði - og að auki lán sem hvílir með veði á húsnæði ættingja. Raunverulega er yfirveðsetning þeirra því ríflega 120 prósent. Lánsveð eru, sem kunnugt er, ekki metin til skulda í 110 prósenta leiðinni - en í sumar ákváðu þau að sækja um lækkun á láninu frá Íbúðalánasjóði - samkvæmt 110% leiðinni. Þetta tímabundna úrræði miðaðist ævinlega við stöðu lánsins eins og hún var um síðustu áramót, og á nýársdag þessa árs stóð lánið hjá þeim í 19,3 milljónum króna. Að sögn skuldarans tók umsóknarferlið ríflega fjóra mánuði. Fasteignasalar mátu íbúðina á 17,5 milljónir króna. Samkvæmt 110% leiðinni gátu þau þá fengið leiðréttingu á skuld umfram 19 milljónir og 250 þúsund. Og niðurstaða Íbúðalánasjóðs kom núna í nóvember. Svigrúmið til að lækka lánið reyndist röskar 53 þúsund krónur - að vísu var það ekki alveg svo gott - því fjölskyldan á 7396 krónur í smábílnum sínum og þar sem eignir koma til frádráttar í 110% leiðinni lækkaði afslátturinn um þessar rúmar sjö þúsund. Sem sé, eftir fjögurra til fimm mánaða ferli hjá Íbúðalánasjóði og aðkomu fjölda starfsmanna var lán fjölskyldunnar leiðrétt um 46.212 krónur. Og á þessum ellefu mánuðum sem liðnir eru frá áramótastöðu lánsins, hefur það hækkað um ríflega sautján sinnum þá upphæð eða röskar átta hundruð þúsund krónur. „Almennt séð þá hafa lánþegar fengið tvær milljónir í niðurfellingu, þó þessi fjölskylda hafi fengið lítið fellt niður í þessu tilviki," segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Lítil fjölskylda í blokkaríbúð í Reykjavík fékk fyrir skömmu lækkun á láni frá Íbúðalánasjóði - lánið var lækkað um 46 þúsund krónur. Á sama tíma hækkaði verðtryggingin lánið um 800 þúsund krónur. Fjölskyldan býr í tæplega sjötíu fermetra blokkaríbúð. Þau eru með lán frá Íbúðalánasjóði - og að auki lán sem hvílir með veði á húsnæði ættingja. Raunverulega er yfirveðsetning þeirra því ríflega 120 prósent. Lánsveð eru, sem kunnugt er, ekki metin til skulda í 110 prósenta leiðinni - en í sumar ákváðu þau að sækja um lækkun á láninu frá Íbúðalánasjóði - samkvæmt 110% leiðinni. Þetta tímabundna úrræði miðaðist ævinlega við stöðu lánsins eins og hún var um síðustu áramót, og á nýársdag þessa árs stóð lánið hjá þeim í 19,3 milljónum króna. Að sögn skuldarans tók umsóknarferlið ríflega fjóra mánuði. Fasteignasalar mátu íbúðina á 17,5 milljónir króna. Samkvæmt 110% leiðinni gátu þau þá fengið leiðréttingu á skuld umfram 19 milljónir og 250 þúsund. Og niðurstaða Íbúðalánasjóðs kom núna í nóvember. Svigrúmið til að lækka lánið reyndist röskar 53 þúsund krónur - að vísu var það ekki alveg svo gott - því fjölskyldan á 7396 krónur í smábílnum sínum og þar sem eignir koma til frádráttar í 110% leiðinni lækkaði afslátturinn um þessar rúmar sjö þúsund. Sem sé, eftir fjögurra til fimm mánaða ferli hjá Íbúðalánasjóði og aðkomu fjölda starfsmanna var lán fjölskyldunnar leiðrétt um 46.212 krónur. Og á þessum ellefu mánuðum sem liðnir eru frá áramótastöðu lánsins, hefur það hækkað um ríflega sautján sinnum þá upphæð eða röskar átta hundruð þúsund krónur. „Almennt séð þá hafa lánþegar fengið tvær milljónir í niðurfellingu, þó þessi fjölskylda hafi fengið lítið fellt niður í þessu tilviki," segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði