Blöskrar meðferð á fólki með lánsveð 13. desember 2011 19:51 Liðlega sjötugur faðir hefur í tvígang fengið neitun frá Fjármálaeftirlitinu um að Arionbanki verði skikkaður til að aflétta veði sem sonur hans fékk lánað í íbúð foreldra sinn svo sonurinn fái að njóta 110 prósenta leiðarinnar. Faðirinn segir fólk með lánsveð beitt ranglæti, og vill fara með málið fyrir dómstóla. Hilmar Thorarensen og kona hans búa við Kaplaskjólsveg, en sonur þeirra keypti kjallaraíbúðina í húsinu árið 2006 á 14 milljónir króna. Hann fékk 100% lán, 11,2 milljónir voru með veði í kjallaraíbúðinni en síðan fékk hann lánað veð í efri hæðinni, íbúða foreldra hans, fyrir 2,8 milljónum króna. Nú standa lánin í 20,4 milljónum eða 5,4 milljónum yfir fasteignamati íbúðarinnar. Sonur Hilmars stendur því uppi með 136% veðsetningu á íbúðinni sinni, en þar sem hluti veðsins er að láni uppfyllir hann ekki skilyrði fyrir því að fá afskrifað af láninu niður í 110%. „Af því að hann var með lánsveð þá var hann bara úti í kuldanum," segir Hilmar. Hilmar kærði málið til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í apríl - og krafðist þess að bankinn: 1) felldi niður hluta af lánum sonarins - í samræmi við 110 prósenta leiðina 2) og flytti lánsveðið af íbúð foreldranna á hans eigin íbúð. Úrskurður féll í júní - kröfum Hilmars var hafnað - á þeim forsendum að ekki væri veðrými á kjallaraíbúðinni og að lánsveðið uppfyllti ekki skilyrði samkomulags sem stjórnvöld og lánastofnanir gerðu um m.a. 110% leiðina í desember í fyrra. Hilmar var ósáttur við rökstuðninginn og óskaði eftir endurupptöku en í gær barst bréf - og endurupptöku var hafnað. Honum finnst einkennilegt að verið sé að bjarga heimilum frá yfirveðsetningu og skilja þennan hóp eftir. Hann ætlar því ekki að láta staðar numið, hefur haft samband við umboðsmann alþingis og íhugar að láta reyna á málið fyrir dómstólum Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Liðlega sjötugur faðir hefur í tvígang fengið neitun frá Fjármálaeftirlitinu um að Arionbanki verði skikkaður til að aflétta veði sem sonur hans fékk lánað í íbúð foreldra sinn svo sonurinn fái að njóta 110 prósenta leiðarinnar. Faðirinn segir fólk með lánsveð beitt ranglæti, og vill fara með málið fyrir dómstóla. Hilmar Thorarensen og kona hans búa við Kaplaskjólsveg, en sonur þeirra keypti kjallaraíbúðina í húsinu árið 2006 á 14 milljónir króna. Hann fékk 100% lán, 11,2 milljónir voru með veði í kjallaraíbúðinni en síðan fékk hann lánað veð í efri hæðinni, íbúða foreldra hans, fyrir 2,8 milljónum króna. Nú standa lánin í 20,4 milljónum eða 5,4 milljónum yfir fasteignamati íbúðarinnar. Sonur Hilmars stendur því uppi með 136% veðsetningu á íbúðinni sinni, en þar sem hluti veðsins er að láni uppfyllir hann ekki skilyrði fyrir því að fá afskrifað af láninu niður í 110%. „Af því að hann var með lánsveð þá var hann bara úti í kuldanum," segir Hilmar. Hilmar kærði málið til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í apríl - og krafðist þess að bankinn: 1) felldi niður hluta af lánum sonarins - í samræmi við 110 prósenta leiðina 2) og flytti lánsveðið af íbúð foreldranna á hans eigin íbúð. Úrskurður féll í júní - kröfum Hilmars var hafnað - á þeim forsendum að ekki væri veðrými á kjallaraíbúðinni og að lánsveðið uppfyllti ekki skilyrði samkomulags sem stjórnvöld og lánastofnanir gerðu um m.a. 110% leiðina í desember í fyrra. Hilmar var ósáttur við rökstuðninginn og óskaði eftir endurupptöku en í gær barst bréf - og endurupptöku var hafnað. Honum finnst einkennilegt að verið sé að bjarga heimilum frá yfirveðsetningu og skilja þennan hóp eftir. Hann ætlar því ekki að láta staðar numið, hefur haft samband við umboðsmann alþingis og íhugar að láta reyna á málið fyrir dómstólum
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira