Innlent

Fjölmennt á nefndarsviði

Fangaverðir auk fleiri gesta.
Fangaverðir auk fleiri gesta. MYND / Sigurjón
Fjölmennt var á nefndarsviði Alþingis við Austurvöll þegar ljósmyndara Vísis bar að garði. Þá voru talsmenn Huang Nubos, þeir sem eru á móti kolefnisskatti og fangaverir í Félagi Fangavarða, en þeir vilja að nýtt fangelsi rísi á Hólmsheiðinni.

Fram fara fundir í utanríkismálanefnd, atvinnuveganefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingfundur hefst síðan klukkan ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×