Innlent

Kertasníkir er langvinsælastur bræðranna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kertasníkir er langvinsælastur þeirra bræðra.
Kertasníkir er langvinsælastur þeirra bræðra. mynd/ vilhelm.
Kertasníkir er langvinsælastur jólasveinanna samkvæmt netkönnun sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gerði hér á Vísi. Spurt var hver uppáhaldsjólasveinninn væri og voru þeir allir þrettán nefndir til sögunnar. Pottaskefill er síst vinsæll. Rösklega 33% þeirra sem tóku þátt í könnuninni nefndu Kertasníki en einungis 0,48% nefndu Pottaskefil. Á þriðja þúsund manns svöruðu spurningunni.

Reykjavík síðdegis spurði:

Hver er uppáhalds jólasveininn þinn?

1.Kertasníkir 33.01%

2.Stúfur 20.41%

3.Hurðaskellir 14.86%

4.Ketkrókur 5.89%

5.Skyrgámur 5.34%

6.Gluggagægir 5.14%

7.Stekkjastaur 4.32%

8.Giljagaur 3.36%

9.Gáttaþefur 2.88%

10.Bjúgnakrækir 2.60%

11.Þvörusleikir 0.89%

12Askasleikir 0.82%

13.Pottaskefill 0.48%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×