Innlent

Ekið aftan á lögreglubíl á slysstað

Ekið var aftan á kyrrstæða lögreglubifreið á Hafnarfjarðarvegi við Nýbýlaveg um klukkan átta í morgun. Lögreglan var á vettvangi vegna áreksturs. Fjórir slösuðust í árekstrunum en talið er að um minniháttar meiðsl sé að ræða. Allir hinir slösuðu voru engu að síðu færðir á spítala til aðhlynningar. Bifreiðarnar voru í kjölfarið fluttar af vettvangi með dráttarbifreið og eru mikið skemmdar.

Á sama tíma var einnig umferðaróhapp á Hafnarfjarðarvegi norðanmegin við Nýbýlaveg, en það mun hafa verið minniháttar eftir því sem næst verður komist.

Öll þessi slys má rekja til þess að ekki var ekið miðað við aðstæður en mikil hálka hafði myndast á veginum í morgunsárið. Lögreglan kallaði starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvang til að hálkuverja.

Lögreglan hefur lokið störfum á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×