Innlent

Kerfið var þanið til hins ýtrasta í morgun

Slökkviliðsmaður að störfum.
Slökkviliðsmaður að störfum.
„Það urðu tveir ammoníaklekar og allir sjúkrabílar voru úti í einu," segir varðstjóri slökkviliðsins en gríðarlegt álag var á slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Í raun var það mildi að ekki fór verr.

Tveir ammoníaklekar voru tilkynnti til slökkviliðsins í morgun. Annar var á Fiskislóðinni en þar reyndist mælir í röri hafa gefið sig. Hinn lekinn var í skrifstofuhúsnæði í Ármúlanum. Þar kom hinsvegar í ljós að ísskápur hafði gefið sig og smáræði af ammoníaki lak út. Slökkviliðinu gekk vel að stöðva lekana.

Á sama tíma varð fjöldi umferðaróhappa. Þannig þurftu sjúkraflutningamenn að flytja minnsta kosti fjóra slasaða á spítala eftir óhappahrinu sem varð við Nýbýlaveg. Í einu tilvikinu var ekið aftan á kyrrstæðan lögreglubíl sem var á slysstað. Varðstjóri slökkviliðsins segir að þegar mest var í sjúkraflutningum, voru ellefu sjúkrabílar úti í einu.

„Kerfið var svo þanið til hins ýtrasta þegar við fengum tilkynningum um eld í húsi á Þórsgötunni," segir varðstjór í samtali við Vísi en nágranni sá eldglæringar standa upp úr þaki fjölbýlishúsi. Þá voru góð ráð dýr, allt tiltækt slökkvilið sem var laust var stefnt á Þórsgötuna og bjuggust menn við hinu versta.

Slökkviliðsmönnum varð þó verulega létt þegar þeir uppgötvuðu að eldglæringarnar reyndust vera iðnaðarmenn að störfum og engin hætta á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×