Innlent

Leitar vitna að árekstri þegar ökumaður klessti á lögreglubíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Hafnarfjarðarvegi, skammt frá bensínstöð N1 í Fossvogi, klukkan 7.41 í morgun. Þar var grárri BMW-bifreið ekið aftan á kyrrstæða lögreglubifreið í vegkantinum.

Áreksturinn var harður og eru bílarnir nokkuð skemmdir. Þrír voru fluttir á slysadeild, þ.e. ökumaðurinn á BMW-inum, en sá var á suðurleið þegar slysið varð, og tveir lögreglumenn.

Þeir síðarnefndu sátu inni í lögreglubílnum þegar á hann var ekið en lögreglumennirnir voru að ræða við aðila, sem hafði komið við sögu í öðru umferðaróhappi á Hafnarfjarðarvegi.

Sá virðist hafa sloppið við teljandi meiðsli þrátt fyrir að hafa lent í tveimur árekstrum með mjög skömmu millibili.


Tengdar fréttir

Ekið aftan á lögreglubíl á slysstað

Ekið var aftan á kyrrstæða lögreglubifreið á Hafnarfjarðarvegi við Nýbýlaveg um klukkan átta í morgun. Lögreglan var á vettvangi vegna áreksturs. Fjórir slösuðust í árekstrunum en talið er að um minniháttar meiðsl sé að ræða. Allir hinir slösuðu voru engu að síðu færðir á spítala til aðhlynningar. Bifreiðarnar voru í kjölfarið fluttar af vettvangi með dráttarbifreið og eru mikið skemmdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×