Innlent

Stefnt að opnun Bláfjalla um helgina

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum fyrir almenning um næstu helgi. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir að til standi að opna um það bil 70 prósent svæðisins. Snjórinn sé ekki mjög mikill en færið þó gott. Stólalyftan í Kóngsgili verður opin og nokkrar diskalyftur á suðursvæðinu einnig. Þá verður barnalyftan við skíðaskálann að sjálfsögðu opin einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×