Innlent

Dagbókarbrot Páls Óskars: Öll börn eiga rétt

Páll Óskar fjallar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í pistli dagsins.
Páll Óskar fjallar um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í pistli dagsins.
Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne birtast þessa dagana á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.



Ég hitti þessa frábæru krakka í Síerra Leóne um daginn.

Þessi börn eiga Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, ýmislegt að þakka, því þau gera þeim kleift að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er í einu fátækasta ríki heims. Lífið í Síerra Leóne er nógu erfitt fyrir það fyrsta.

Sem betur fer hefur UNICEF engar pólítískar eða trúarlegar skoðanir. Annars gætu þau eflaust ekki starfað sem stærstu barnahjálparsamtök heims. UNICEF starfar einvörðungu samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Hugmyndir um slíkan sáttmála fæddust skömmu eftir seinni heimstyrjöld, en í þeirri styrjöld var ráðist bæði á konur og börn. Eftir sat heimurinn í sárum og velti því fyrir sér hvort börn hefðu engan rétt?

Rúmlega 40 árum síðar var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur. Þar er kveðið á um að öll börn, sama hvar þau búa í heiminum, hafa rétt á að lifa, nærast, leika sér, mennta sig, njóta heilsugæslu og að vinna ekki erfiðisvinnu. Einnig er kveðið á um að börn megi ekki vera beitt ofbeldi, hvort sem það er líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt.

Ef UNICEF grunar að börn sé beitt órétti á nokkurn hátt, þá mæta þau á svæðið og grípa inn í eftir bestu getu og vitund. Ég vil hjálpa UNICEF á vaktinni. Þess vegna er ég heimsforeldri. Þú getur líka gerst heimsforeldri á unicef.is.

- Páll Óskar


Tengdar fréttir

Dagbókarbrot Páls Óskars: Von og vonleysi

Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne munu birtast næstu daga á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.

Dagbókarbrot Páls Óskars: Bjöggi Halldórs í Síerra Leóne!

Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne munu birtast næstu daga á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×