Tannhvíttunarfræðingur sýnir tannlæknum tennurnar 9. desember 2011 10:37 „Þetta er búið að hafa skaðleg áhrif á reksturinn," segir tannhvíttunarfræðingurinn Rúna Óladóttir, en Tannlæknafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem starfsemin var harðlega gagnrýnd. Sjóvarpsinnslag birtist á Vísi fyrr í vikunni þar sem fjallað var um tannhvíttun á snyrtistofu. Rúna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar stjórn tannlæknafélagsins, það sem hún sýnir þeim tennurnar. Meðal annars segir Rúna að hún noti ekki jafn sterk efni og fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þannig var því haldið fram að hún notaðist við svokallað peroxíð og að efnið væri afar sterkt, eða um 16 prósent. „Þetta er ekki rétt. Ég nota löglegt efni sem er innan við 0,1 prósent," segir Rúna og bætir við að efnið hafi ekki skaðleg áhrif. Aðspurð um þá fullyrðingu í yfirlýsingu tannlæknafélagsins um að það sé algjörlega ósannað að samspils efnisins og sérstaks geisla, sem notaður er til tannhvíttunar, lýsi raunverulega tennurnar, svarar Rúna því til að það sé hugsanlega rétt að slíkt sé ósannað. „En ég hef séð muninn á svörtu og hvítu," segir hún og bætir við: „Eða kaffibrúnu og hvítu öllu heldur." Rúna segist vera að reyna að reka lítið fyrirtæki og það sé erfitt í þessu umhverfi. Sjálf lærði hún tannhvíttun í snyrtifræði í Bretlandi. Hún bendir á að svona starfsemi er starfrækt víðsvegar um Evrópu og víðar. Það er rétt að tannhvíttunarfræðingur er ekki löglegt starfsheiti eins og fram kemur í tilkynningu frá tannlæknafélaginu, en Rúna er förðunarfræðingur að mennt. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Rúnu. Meðfylgjandi er innslag Ellýar Ármannsdóttur þar sem hún ræðir við Rúnu.Frá tannhvittun.isVegna viðvörunar Tannlæknafélags Íslands í dagblöðum þann 7. þ.m. viljum við taka eftirfarandi fram.Allt frá því að við hófum þessa starfsemi höfum við lagt ríka áherslu á að ef einhver vafi leikur á um líkamlegt ástand viðskiptavina okkar, m.a. í munni, að fólk hafi samband við tannlækni sinn til þess að leita ráða.Meðal þess sem við höfum bent á, og erum með upplýsingar um inni á ofanritaðri heimasíðu okkar, ereftirtalið:Hverjir ættu EKKI að undirgangast tannhvíttun?- Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti- Fólk með lélegan glerung eða kalkskort vegna óhóflegrar flúornotkunar- Fólk með tannholdsbólgu þ.m.t. gingivitis eða góma í slæmu ástandi- Fólk sem er með spangir eða var með spangir fyrir minna en 6 mánuðum síðan- Fólk sem nýlega hefur gengist undir aðgerð í munni- Fólk með tennur sem farnar eru að halla eða eru með sjáanlega rót- Fólk með opnar tannskemmdir- Fólk með sögu um ofnæmisviðbrögð gegn peroxíð vörum- Fólk með silfurfyllingar í eða nálægt fremri tönnum- Fólk undir 18 ára aldri.Við viljum taka sérstaklega fram að þau efni sem við notum eru fullkomnlega lögleg, samkvæmt reglum frá Evrópusambandinu. Þau flokkast ekki undir lyfjalög, heldur snyrtivörur.Peroxíð prósentan í okkar efnum er EKKI 16% eins og formaður Tannlæknafélags Íslands staðhæfði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2, þriðjudaginn 6. desember sl. Peroxíð magn í efnum okkar er innan við 0,1% og eru þau því algjörlega skaðlaus heilsu tanna. Þar af leiðandi er alls ekki rétt að halda því fram að okkar efni séu „mjög sterk", eins og segir í fréttatilkynningu frá Tannlæknafélaginu. Þá fullyrðingu tökum við einfaldlega ekki til okkar. Vænlegra hefði nú verið fyrir talsmanninn að leita upplýsinga um þau efni sem notuð eru af þeim sem stunda tannhvíttunarmeðferð, áður en hann fór í fjölmiðla. Ekki hefði staðið á okkur að veita honum allar þær upplýsingar sem skipta máli í þessu sambandi. En tekið skal fram að við getum auðvitað eingöngu fjallað um þau efni sem við notum, ekki hvað aðrir nota, þ.m.t. tannlæknar sjálfir.Efnið okkar skemmir hvorki tennur, glerung, tannkviku, rætur né tannhold.Við erum EKKI að rispa tennurnar með sandpappír, en því miður tók talsmaður okkar svo klaufalega til orða í myndbandi sem sýnt var á www.visir.is, Pappír sá er við notum er mjög fínn og sérstaklega gerður til notkunar fyrir tannhvíttunarmeðferð. Hann tekur einungis fitu af tönnunum. Biðjumst við sérstaklega velvirðingar á framangreindu óheppilegu orðalagi, sem valdið hefur misskilningi.„Laserinn", eða lampinn sem við notum til að flýta fyrir tannhvíttuninni HITNAR EKKI eins og formaðurinn sagði, það er einfaldlega rangt.Fjölmargir viðskipavinir hafa komið til okkar og svo til allir farið út frá okkur brosandi hringinn, enda tennur þeirra töluvert miklu hvítari en var, og brosið bjartara. Tengdar fréttir Tannlæknafélagið varar við tannhvíttunarfræðingum Tannlæknafélag Íslands varar eindregið við tannlýsingarmeðferð sem veitt er af ófaglærðum einstaklingum. Ástæðan er umfjölllun um þessa meðferð í fjölmiðlum undanfarið, meðal annars hér á Vísir.is, en í tilkynningu félagsins segir að það sé ljóst að verið sé að nota mjög sterk tannlýsingarefni sem tannlæknar geta með engu móti mælt með að séu notuð. 6. desember 2011 14:14 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Sjá meira
„Þetta er búið að hafa skaðleg áhrif á reksturinn," segir tannhvíttunarfræðingurinn Rúna Óladóttir, en Tannlæknafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem starfsemin var harðlega gagnrýnd. Sjóvarpsinnslag birtist á Vísi fyrr í vikunni þar sem fjallað var um tannhvíttun á snyrtistofu. Rúna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar stjórn tannlæknafélagsins, það sem hún sýnir þeim tennurnar. Meðal annars segir Rúna að hún noti ekki jafn sterk efni og fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þannig var því haldið fram að hún notaðist við svokallað peroxíð og að efnið væri afar sterkt, eða um 16 prósent. „Þetta er ekki rétt. Ég nota löglegt efni sem er innan við 0,1 prósent," segir Rúna og bætir við að efnið hafi ekki skaðleg áhrif. Aðspurð um þá fullyrðingu í yfirlýsingu tannlæknafélagsins um að það sé algjörlega ósannað að samspils efnisins og sérstaks geisla, sem notaður er til tannhvíttunar, lýsi raunverulega tennurnar, svarar Rúna því til að það sé hugsanlega rétt að slíkt sé ósannað. „En ég hef séð muninn á svörtu og hvítu," segir hún og bætir við: „Eða kaffibrúnu og hvítu öllu heldur." Rúna segist vera að reyna að reka lítið fyrirtæki og það sé erfitt í þessu umhverfi. Sjálf lærði hún tannhvíttun í snyrtifræði í Bretlandi. Hún bendir á að svona starfsemi er starfrækt víðsvegar um Evrópu og víðar. Það er rétt að tannhvíttunarfræðingur er ekki löglegt starfsheiti eins og fram kemur í tilkynningu frá tannlæknafélaginu, en Rúna er förðunarfræðingur að mennt. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Rúnu. Meðfylgjandi er innslag Ellýar Ármannsdóttur þar sem hún ræðir við Rúnu.Frá tannhvittun.isVegna viðvörunar Tannlæknafélags Íslands í dagblöðum þann 7. þ.m. viljum við taka eftirfarandi fram.Allt frá því að við hófum þessa starfsemi höfum við lagt ríka áherslu á að ef einhver vafi leikur á um líkamlegt ástand viðskiptavina okkar, m.a. í munni, að fólk hafi samband við tannlækni sinn til þess að leita ráða.Meðal þess sem við höfum bent á, og erum með upplýsingar um inni á ofanritaðri heimasíðu okkar, ereftirtalið:Hverjir ættu EKKI að undirgangast tannhvíttun?- Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti- Fólk með lélegan glerung eða kalkskort vegna óhóflegrar flúornotkunar- Fólk með tannholdsbólgu þ.m.t. gingivitis eða góma í slæmu ástandi- Fólk sem er með spangir eða var með spangir fyrir minna en 6 mánuðum síðan- Fólk sem nýlega hefur gengist undir aðgerð í munni- Fólk með tennur sem farnar eru að halla eða eru með sjáanlega rót- Fólk með opnar tannskemmdir- Fólk með sögu um ofnæmisviðbrögð gegn peroxíð vörum- Fólk með silfurfyllingar í eða nálægt fremri tönnum- Fólk undir 18 ára aldri.Við viljum taka sérstaklega fram að þau efni sem við notum eru fullkomnlega lögleg, samkvæmt reglum frá Evrópusambandinu. Þau flokkast ekki undir lyfjalög, heldur snyrtivörur.Peroxíð prósentan í okkar efnum er EKKI 16% eins og formaður Tannlæknafélags Íslands staðhæfði í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2, þriðjudaginn 6. desember sl. Peroxíð magn í efnum okkar er innan við 0,1% og eru þau því algjörlega skaðlaus heilsu tanna. Þar af leiðandi er alls ekki rétt að halda því fram að okkar efni séu „mjög sterk", eins og segir í fréttatilkynningu frá Tannlæknafélaginu. Þá fullyrðingu tökum við einfaldlega ekki til okkar. Vænlegra hefði nú verið fyrir talsmanninn að leita upplýsinga um þau efni sem notuð eru af þeim sem stunda tannhvíttunarmeðferð, áður en hann fór í fjölmiðla. Ekki hefði staðið á okkur að veita honum allar þær upplýsingar sem skipta máli í þessu sambandi. En tekið skal fram að við getum auðvitað eingöngu fjallað um þau efni sem við notum, ekki hvað aðrir nota, þ.m.t. tannlæknar sjálfir.Efnið okkar skemmir hvorki tennur, glerung, tannkviku, rætur né tannhold.Við erum EKKI að rispa tennurnar með sandpappír, en því miður tók talsmaður okkar svo klaufalega til orða í myndbandi sem sýnt var á www.visir.is, Pappír sá er við notum er mjög fínn og sérstaklega gerður til notkunar fyrir tannhvíttunarmeðferð. Hann tekur einungis fitu af tönnunum. Biðjumst við sérstaklega velvirðingar á framangreindu óheppilegu orðalagi, sem valdið hefur misskilningi.„Laserinn", eða lampinn sem við notum til að flýta fyrir tannhvíttuninni HITNAR EKKI eins og formaðurinn sagði, það er einfaldlega rangt.Fjölmargir viðskipavinir hafa komið til okkar og svo til allir farið út frá okkur brosandi hringinn, enda tennur þeirra töluvert miklu hvítari en var, og brosið bjartara.
Tengdar fréttir Tannlæknafélagið varar við tannhvíttunarfræðingum Tannlæknafélag Íslands varar eindregið við tannlýsingarmeðferð sem veitt er af ófaglærðum einstaklingum. Ástæðan er umfjölllun um þessa meðferð í fjölmiðlum undanfarið, meðal annars hér á Vísir.is, en í tilkynningu félagsins segir að það sé ljóst að verið sé að nota mjög sterk tannlýsingarefni sem tannlæknar geta með engu móti mælt með að séu notuð. 6. desember 2011 14:14 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Sjá meira
Tannlæknafélagið varar við tannhvíttunarfræðingum Tannlæknafélag Íslands varar eindregið við tannlýsingarmeðferð sem veitt er af ófaglærðum einstaklingum. Ástæðan er umfjölllun um þessa meðferð í fjölmiðlum undanfarið, meðal annars hér á Vísir.is, en í tilkynningu félagsins segir að það sé ljóst að verið sé að nota mjög sterk tannlýsingarefni sem tannlæknar geta með engu móti mælt með að séu notuð. 6. desember 2011 14:14