Innlent

Tannlæknafélagið varar við tannhvíttunarfræðingum

Tannhvíttun.
Tannhvíttun.
Tannlæknafélag Íslands varar eindregið við tannlýsingarmeðferð sem veitt er af ófaglærðum einstaklingum. Ástæðan er umfjöllun um þessa meðferð í fjölmiðlum undanfarið, meðal annars hér á Vísir, en í tilkynningu félagsins segir að það sé ljóst að verið sé að nota mjög sterk tannlýsingarefni sem tannlæknar geta með engu móti mælt með að séu notuð.

„Þessi efni geta verið stórskaðleg tönnum og tannholdi,“ segir í tilkynningunni og við er bætt að við meðferðina sé auk lýsingarefnis notað ljós og meðferðin nefnd „leiser-tannhvíttun“.

Þannig er gefið er í skyn að ljós þetta ”virkji” lýsingarefnin. „Það er alveg ósannað að ljós þetta auki á virkni efnanna, þvert á móti eru vísbendingar um að ljósið gefi frá sér hita sem getur valdið varanlegum skaða á kviku tanna,“ segir í tilkynningu tannlæknafélagsins sem bendir einnig á að  “tannhvíttunarfræðingur” er ekki til sem starfsheiti.

„Það nýtur ekki lögverndar og engar kröfur eru gerðar um menntun eða próf til þess sem það notar. Stjórn Tannlæknafélags Íslands furðar sig á aðgerðarleysi heilbrigðisyfirvalda sem þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar tannlækna hafa ekkert gert til þess að vernda almenning fyrir meðferð af

þessu tagi,“ segir svo í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Svona færðu hvítar tennur

Förðunarmeistarinn Rúna Kærnested Óladóttir hjá Tannhvíttun með Laser í Reykjanesbæ sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvernig tannhvíttun fer fram...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×