Innlent

Móðir Ellu Dísar ekki borin út - fékk frest fram yfir jólin

Ragna Erlendsdóttir.
Ragna Erlendsdóttir.
„Þetta er æðislegt kraftaverk, ég á ekki orð,“ segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, en hún hefur fengið frest hjá héraðsdómi, en það stóð til að bera hana út úr íbúð sinni fyrir jól.

Mæðgurnar búa við Bjallavað í Norðlingaholti. Móðir Ellu Dísar hefur haft íbúðina á leigu á þriðja ár en hefur ekki getað staðið í skilum við Leiguliða ehf. Sem krafðist að lokum að hún yrði borin út.

Það voru svo góðir vinir sem fengu frest fyrir hana hjá dómi.

Ragna fær því að vera í íbúðinni fram yfir jól og áramót. Hún segist síðan hafa fundið nýja íbúð í gær í Englandi, þangað sem hún ætlar að flytja í byrjun janúar.

„En þetta er besta jólagjöfin í ár,“ segir Ragna að lokum.


Tengdar fréttir

Móðir Ellu Dísar að missa íbúð sína

Móðir langveikrar stúlku er niðurbrotin eftir að henni var tilkynnt að leigusali krefst þess að þær mæðgur verði bornar út af heimili þeirra á næstunni. Dóttir hennar, Ella Dís, er enn í þrýstiöndunarvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×