Lífið

Þetta var sko almennilegt skákpartý

Ellý Ármanns skrifar

Í tilefni af útkomu skáldsögunnar Lygarinn eftir Óttar M. Norðfjörð var partý haldið í Eymundsson á Skólavörðustíg þar sem eitt einvígisborðanna frá einvígi aldarinnar var notað hvorki meira né minna.

Eins og sjá má í myndasafni tefldu höfundurinn og Halldór Blöndal á gamla einvígisborði Fischers og Spasskys frá árinu 1972 þar sem sá fyrrnefndi sigraði.

Þá mætti Hjörvar Steinn Grétarsson, landsliðsmaður í skák, og sigraði höfundinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×