Lífið

Rapparar og teknóplötusnúðar halda rosalegt Halloween-partí

Erpur ætlar að blanda sínu efni með Dusk.
Erpur ætlar að blanda sínu efni með Dusk. Mynd/Stefán
Það þykir tíðindum sæta að eitt stærsta Halloween-partí sem boðað hefur verið til þetta árið sé haldin af bæði röppurum og teknóplötusnúðum. Þessar tvær fylkingar halda ekki sameiginlegar skemmtanir um hverja helgi.

Partíið verður haldið á skemmtistaðnum Square, sem er staddur efst uppi í svarta húsinu við Lækjartorg. Þó nokkur fjöldi listamanna hefur boðað komu sína og ætla að blanda saman tónlist sinni til að hæfa búningaveislunni.

„Emmsjé Gauti og Frigore; Blaz Roca og Dusk (Plugg'd); Bent, Exos & A.T.L. ætla allir að vera með "crossover". Þeir blanda lögunum sínum saman og búa til rosalegustu sýningu fyrr og síðar," segir í tilkynningu.

„Óli Ofur og Oculus ætla svo að taka við og nota saman fjóra spilara í sérstöku 4 deck-mixi. President Bongo úr Gus Gus endar svo kvöldið en enginn plötusnúður hérlendis er jafn veraldarvanur í sínu starfi og hann."

Að sjálfsögðu verða síðan veitt verðlaun fyrir flottustu búningana og eru þau við hæfi, frá verslununum Adam og Evu og Kiss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.